Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 8
LÆKNABLAÐlt? 18 og fremst áköf uppköst. Maturino spýtist út um munn og nef, oft marga metra. Þessi uppköst byrja venjulega í fjóröu viku frá fæö- ingu, en geta byrjaö bæöi fyr og siöar. í fyrstu eru þau smávægi- leg og líkjast þá uppköstum, sem stafa af offylli eöa því, aö krakk- inn gleypir loft meö mjólkinni, en fljótlega kemur þeirra rétta eöli í Ijós. Börnin geta kastað upp strax eftir máltíðir, en líka mörgum tím- um seinna. Þaö sem upp kemur, er meira eöa minna melt, eftir því, hve lengi þaö hefir veriö í niag- anum. 1 spýjunni er oft töluvert slím, og blóö er ekki óalgengt, aft- ur á móti finnst aldrei gall, hversu heiftug sem uppköstin eru. Af magasýrum verður ekkert ráöiö um greiningu sjúkdómsins, stundum er of mikil en stundum of lítil sýra. Pepsin og hleypir eru eölileg. Annaö aöal einkenniö er sýni- leg magaperistaltik, þaö er öldu- hreyfing, sem byrjar undir vinstra rifjabarði og hreyfist hægt yfir magann og hverfur hægramegin viö naflann. Þetta einkenni kemur venjulega ekki fram. fvr en 1>arniö er l)úiö aö kasta upp i i—2 vikur og er oft ógreinilegt í fyrstu, en síöar veröur það mjög áberandi og sést oftast nær i marga mán- uöi eftir að barniö er hætt aö kasta upp. Þáö undarlega viö þessa sam- drætti í maganum er, aö þeim fylgir enginn sársauki. Barninu viröist líöa ágætlega, þó miklir samdrættir sjáist. Oft er hægt að framkalla þessar hreyfingar meS því aö láta barnið sjúga, og er þá ekkert betra aö þaö drekki, sömu hreyfingar koma fram, ef Imrnið tottar snuö. Þriöja einkennið er fæöuleifar í maganum. Venjulega tæmist mag- inn á þremur tímum, en viö sten- osu eru oft i—2 hundruð cc. i mag- anum eftir 4 tíma. Mjög auövelt er aö prófa þetta meö því aö fara niður meö granna magaslöngu (Nelatonskatheter) og spýtist þá magainnihaldið gegnum hana. Sem afleiöing af uppköstunum koma svo 3 mikilsverð einkenni: Hægðatregöa, lítiö þvag, og síöast en ekki sízt að barniö þyngist ekki eöa leggur af. Til þess aö vera viss um sjúk- dómsgreininguna, þurfa öll þessi einkenni að vera fyrir hendi, meira eöa minna greinileg, en finni maö- ur þetta allt, er greiningin örugg. Eitt atriði ínætti nefna i viöbót. sem er mikils viröi. þegar þaö finnst, en þaö er pylorus tumor. Hann er aö finna mitt á niilli hægra rifjabarðs og nafla, oft finnst hann alls ekki og þarf mikl't æfingu til þess aö greina hann. Þaö er þvi alls ekki nauösynlegt aö finna hann, til þess aö fá vit- neskju um stenosu. Þegar barnið er búiö aö liafa sjúkdóminn i nokkrar vikur, eru þau einkenni, sem getiö var utn áöur, orðin mjög greinileg og auk þess er allt útlit barnsins tnjög frábrugöið útliti heilbrigðra barna. Það er þá fyrst svipurinn, hann er ellilegur eins og á gamalmenni. enniö hrukkótt og djúpar hrukkur í kringum numninn. AndlitiÖ er horaö og innfallið, gráleitt meö undarlegum óánægju- og þjáninga- svip. Þessi börn brosa aldrei, fyr en sjúkdómurinn er i rénun og hafa margir þaö til marks, aö þegar barniö sé fariö að brosa, þá sé þaö sloppið. Þegar barniö er klætt úr fötun- um, sér maöur sannkallaða beina- grind. Útlimir eru grannir og húö- in hangir i fellingum utan á þeim. Þaö er hægt að telja riíin á löngu

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.