Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 18
28 LÆKNABLAÐIÐ FRÁ LÆKNUM „Sendiráö íslands, Kau])mannahöfn. Kaupmannahöfn 20 febr. 1942. íslenzkir læknar. Um islenzka læknakandidata hér á landi viljum vér taka fram eftirfarandi: \ ér visum til fyrri tilkynninga um ncfnd þá, sem tók aö sér aö reyna að koma lagi á áframhald- andi nám og fjárstuðning til handa þessum læknum, eftir þörfum þeirra á hverjum tíma, en nefndina ski])a: Frandsen medicinal-direk- tör, Pétur Magnússon Iæknir og Jón Krabbe sendifulltrúi. Nefndin hefir haldið fundi mánatSarlega. Meöal annars vegna góörar aö- stoöar dr. Frandsens hafa allir læknarnir haft tækifæri til áfram- haldandi náms, margir þeirra þó án launa, og kom því í góðar þarf- ir upphæð sú, 4800 d. kr„ sem rík- isstjórnin fékk oss til umráða sam- kvæmt símskeyti dags. 6. marz f. á„ en viö upphæðina hafa bætzt verulegar upphæðir úr dönskum sjóðum og frá einstökum mönnum. Til þess aö komast áfram með svipuðu'm hætti á þessu ári, mæl- umst vér mjög fastlega til að fá einnig á þessu ári til umráða um 5000 d. kr. að heiman. Þar sem margir af læknunum eru fjöl- skyldufeður og tekjur þeirra hér í hæsta lagi kandidatalaun, sömu og ógiftir menn fá. er þörf tals- verðs fjárhagslegs stuðnings til þess aö firra þá fjárhagslegum vandræöum. — Þeir, sem lesa und- ir dankst próf og starfa ekki meö það fyrir augum, aö verða jæknar heima, hafa ekki fengið og fá eng'- an styrk frá nefndinni. — A þetta við um Ingólf Blöndal lækni, sem nú hefir tekið dankst læknapróf, og Friðrik Einarsson, sem nýlega hefir fengiö leyfi til að taka danskt læknapróf meö góöum skilyrðum. Þar sem einnig kann að vera fróð- legt fyrir ættingjana heima að fá að vita, viö hvaða starf læknarnir eru, tökum vér fram eftirfarandi: Dr. med Óskar Þórðarson er fastur kandidat á Frederiksberg Hospital, farsóttadeildinni. Bjarni Oddsson fastur kandidat á Rigs- hospitalet, neuro-kirurgiskri deild. Erlingur Tulinius aöstoðarlæknir á Nyköhing Alors. Kristján Þor- varðsson fastur kandidat á Kom- munehospitalet, psykiatriskri deilcl. Agnar Johnson aðstoðarlæknir á Amtssygehuset, Rönne, Bornholm. Erlingur Þorsteinsson aðstoðar- læknir hjá lækni i Aalborg. Sigurð- ur Samúelsson ólaunaður kandidat á Rigshospitalets Poliklinink. Jón Eiríksson ólaunaður kandidat á Skörping Sanatorium. Gunnar Benjamínsson fastur kandidat á Sindsygehjospitalet, V ordingborg. Pétur Magnússon ólaunaður kandi- dat á Blegdamshospitalet. — Viðar Pétursson les undir tannlæknapróf Kaj Jessen ólaunaður kandidat á Köbenhavns Amtssygehus, kirurg- iskri cleilcl. Jón Sigurðsson vinnur aö visindalegum rannsóknum á Spangbjerg Sanatorium (Kvæg- tuberkulose). Af læknum þessum hefir Er- lingur Tulinius, Agnar Jolmson, Erlingur Þorsteinsson, Gunnar Benjamínsson og Kai Jessen ekki þurft að halda á styrk frá nefnd- inni fyrst um sinn, en sumir þeirra hafa þó fengið sérstakan styrk frá sambandssjóði. Öllum læknum líöur mjög vel.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.