Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.06.1942, Blaðsíða 20
3ö LÆKNÁ B LÁÐ 1Ð aukinna menningarlegra framfara í þjófSfélaginu i heild. ASeins eitt félag, sem á að telj- ast fyrir alla íslenzka lækna, Læknafélag Islands, hefir veriö starfandi hér á landi, og það er eina félagið, sem héraöslæknar geta verið meðlimir í. Fundi þessa íélags hat'a héraöslæknar utan af landi, af eðlilegum ástæðum, enga aðstöðu til að sækja, að neinu ráði. Læknáfélag Islands getur því alls ekki fullnægt þeim kröfum, sem gerðar eru til þess sem félags allra íslenzkra lækna, og því síður sem félags héraðslækna. Hinsvegar hafa starfandi læknar í Reykjavík með sér sérfélag, Læknafélag Reykjavíkur. Það er því sönnu nær, að íslenzk- ir héraðslæknar hafa ekkert starf- hæft félag. 'l'il þess að leysa þessi íélagsmálavandræði héraðslækna virðist ekki nema ein leið fær, sú, að læknar i hinum ýmsu lands- hlutum stofni með sér sérfélög, sem ná yfir takmörkuð svæði með góðum samgöngumöguleikum inn- hyrðis. Læknafélag Vestfjarða hefir nú starfað i 2 ár og haldið 3 fundi á 3 stöðum, ísafirði, Flateyri og Þingeyri. Á hverjum fundi hafa mætt 8 héraðslæknar. Á fundunum hafa verið rædd ýms áhugamál læknastéttarinnár, ]>æði fræðslu- mál og hagsmunamál og flutt mörg erindi um ýms heilbrigðis- mál. Ýms af áhugamálum héraðs- lækna, sem rædd hafa verið á fttndum félagsins, eru nú komin til frantkvæmda, svo sem ltigin um aðstoðarhéraðslæknisembættið og dýrtíðaruppbót á aukatekjur hér- aðslækna. Þó hefðu þessi mál ef- laust verið leyst fyr, ef allur þorri islenzkra héraðslækna hefði haít fiðstöðu til að ræða málin og fylgja þar að lútandi samþykktum eftir við stjórnarvöldin i landinu. Það er eftirtektarvert, að starf- andi læknar í Reykjavík fengu mjög fljótt taxtahækkun i sant- ræmi við dýrtíðarvísitölu. Ekkert virðist sjálfsagðara en að héraðslæknar hafi með sér sér- félög eins og starfandi læknar i Reykjavík hafa nú. Þegar félög héraðslækna hafa verið stofnuð víðsvegar unt land- ið og þannig tryggt, að allur þorri héraðslækna fái tækifæri til að ræða þau áhugamál stéttarinnar, sem efst eru á haugi, ]>á fyrst er líklegt, að sá áhugi vakni og þau skilyrði skapizt, sem geta gert fundi Læknafélags íslands að fundum allra íslenzkra lækna, enda verði hinum ýmsu félögum þá heimilt að senda fulltrúa sína á íundina með umboð félagsmanni sinna til atkvæðagreiðslu. Þá verða og fundir Læknafélags íslands að haldast síðla sumars og fundarefni að l>erast héraðslækn- um að minnsta kosti 3 mán. fyrir fundina til þess að hægt verði að ræða málin áður i félögunum út um land. Hitt er og líklegt, að ný mál komi upp á fundinum út um land og verður það til að gera fundi L. F. í. ennþá fjölbreyttari. Það er og mjög þýðingarmikið að mátulega fámenn félög- kynna félagsmenn miklu Iretur en stór fé- Iög geta gert og er þess sizt van- þörf í fámenninu, þar sem héraðs- læknarnir vegna sérstöðu fagsins eru einangraðasta stétt landsins. Vegna náinnar samvinnu sjúkra- húslækna út um land og héraðs- lækna við ýms heilsuverndarstörf og svipaðrar aðstöðu, þar sem báð- ir eru launþegar með likum skyld- um, töldu fundarmenn rétt, að spítalalæknar á áðurnefndum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.