Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1943, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.07.1943, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: ÓLAFUR GEIRSSON. Meðritstjórar: KRISTINN STEFÁNSSON og ÓLI P. HJALTESTED. 29.árg. Reykjavík 1943. l.tbl. ' .. Digitalis: Meðferð við organiska hjartasjúkdóma. Eftir Theodor Skúlason.. . Erindi flutt á fundi i L. R. 9. desrmber 1942. Rúmlega 200 ár eru nú liöin frá fæSingu þess manns, sem almennt er talinn frumkvöðull nútíma digi- talismeðferöar viS 'hjartasjúkdóma. MaSur þessi er William Withering, fæddur áriS 1741 í Shropshire á Englandi, en héraS þetta er eitt af mörgum þar í landi, þar sem jurtin digitalis purpurea vex sem illgresi um allar jarSir. Þegar taliS er aS Withering eigi alla þökk skilda fyrir aS hafa upp- götvaS merkislyhS digitalis, er þaS ekki fyllilega sannleikanum sam- kvæmt, en á hinn bóginn hefir hann afrekaS þaS, sem ekki er minna um vert, en þaS er aS kenna mönnum skynsamlega notkun lyfs- ins. Lyfjablöndur meS digitalis höfSu sem sé um langan aldur fyrir daga Witherings veriS notaSar af leikfólki og læknum og i ýmsurn tilgangi, en einkum þó til aS fram- kalla niSurgang, sem um þaS skeiS iþotti ein áhrifamesta lækningaraS- ferS viS ýmsa kvilla. Næst Withering stendur heimur- inn þó í mestri þakkarskuld viS grasakerlingu eina í fæSingar- byggS Witherings, fyrir þekking- una á þessu ágæta lyfi. Nafn konu þessarar er mér ókunnugt — og væri þó vert aS því væri á lofti haldiS — enda þótt löngum hafi veriS siSur í stétt okkar aS tala meS nokkurri litilsvirSingu um leikfólk, sem fæst viS þessháttar iSju, Sem hún lagSi stund á. í ætt konu þessarar hafSi lengi gengiS aS erfSum jurtablöndu-uppskrift, sem fræg var fyrir lækningarkraft viS bjúg. Withering gerSist aS loknu prófi í læknisfræSum starfandi læknir í enskum smábæ, í grennd viS fæSingarbyggS sína.Þar kynnt- ist hann uppskrift kerlingar, og komst aS þeirri niSurstöSu, aS á- hrif lyfjablöndunnar myndu ein- göngu aS þakka því digitalismagni, sem í henni var. Þar meS hófust rannsóknir hans á digitalisverkun- um, og stóSu þær árum saman, en fljótt spurSist um hinn glæsilega árangur af þeim, og breiddist notk- unin út, sem eldur í sinu. ÁriS 1785

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.