Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1943, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.07.1943, Blaðsíða 23
LÆ K NA B LAÐIÐ 13 Frá læknum. Læknafélag Vestfjarða. Fundargerð 4. aðalfundar, seni haldinn var aö Bildudal, dagana 19. —20. júlí 1943. Á fundinum voru mættir þessir læknar: Sigurmundur Sigurðsson, Baldur Johnsen, Kjartan Jóhann- esson, Arngrímur Björnsson, Ragnar Ásgeirsson, Gunnlaugur Þorsteinsson, Ólafur P. Jónsson og Bjarni GuSnjundsson. Formaður félagsins setti fundinn og iDauS fundarmenn velkomna og skýrSi frá störfum félagsins á siS- astliSnu ári. Þá las ritari fundargerS siSasta fundar og var hún samþykkt í einu hljóSi. Þá las féhirSir upp reikninga félagsins fyrir 2 síSastl. ár. LagSi hann um leiS til aS árgjaldiS yrSi hækkaS i kr. 10.00 og var þaS- samþykkt í einu hljóSi. Öll gjöld- in greiddust upp um leiS og er sjóSseign því nú kr. 256.00. Reikn- ingarnir voru samþykktir athuga- semdalaust. Þá var gengiS til stjórnarkosn- inga. Baldur Johnsen skyldi ganga úr stjórninni og mátti ekki endur- kjósa. Kosnir voru i aSalstjórn: Gunnlaugur Þorsteinsson, Kjartan Jóhannesson og Ólafur P. Jónsson. En til vara Sigurmundur SigurSs- son, Ragnar Ásgeirsson og Arn- grímur Björnsson. EndurskoS- endur voru kosnir Bjarni GuS- mundsson og Baldur Johnsen. Þá flutti Kjartan Jóhannesson erindi um nokkur sérkennileg botn- langabólgutilfelli. Var gerSur góS- ur rómur aS erindinu og spunnust um þaS miklar umræSur, því aS margur hafSi einkennilega reynslu af botnlangabólgunni. M. a. var þar rætt um mögulegt arfgengi botnlangabólgunnar. Þá flutti Arngrímur .Björnsson erindi um heilbrigSismál og lifn- aSarhætti í BreiSafjarSareyjum. Var þaS fróSlegt og skemmtilegt erindi. Einnig talaSi Arngrímur um nokkur tilt'elli af hjartasjúk- dómum samfara kviSsliti i gömlu fólki. Þá voru til umræSu ýms mál, var þar fyrst á dagskrá Lækna- blaS. Voru menn almennt sam- mála um aS blaSiS væri heldur lit- ils virSi fyrir starfandi lækna, eins og þaS er nú úr garSi gert. BæSi vegna óheppilegs efnisvals og kannske ekki sízt vegna þess hve útkoman væri stopul, og fengu margir læknar lilaSiS alls ekki, þrátt fyrir margítrekaSar kvartan- ir. í því sambandi var eftirfarandi tillaga samþykkt: „ASalfundur Læknafélags Vest- fjarSa skorar á stjórn Læknafé- lags íslands, aS hún beiti sér fyrir, aS útkoma LæknablaSsins verSi bætt og ritstjórn þess beint inn á aSrar brautir, m. a. aS í því verSi birtur útdráttur þess markverSasta um framfarir og nýjungar i lækn- isfræSi, sem getiS er urn í erlend- um læknatímaritum, og sé lögS áherzla á aS blaSiS flytji aS mestu fróðleiks- og leiSbeiningargreinar til handa starfandi læknum.“ Þá var tekiS fyrir aS ræSa bréf, sem borizt hafSi frá íormanni Læknafélags Islands, þar sem ósk- aS er eftir tillögum um framtiSar- launakjör héraSslækna. UmræSur um þetta mál urSu miklar og fjörugar og voru menn almennt á eitt sáttir um þaS, aS fyrir löngu væri full þörf endur- skoSunar á launalögunum, enda hefSi félagiS beitt sér fyrir því frá því aS þaS var fyrst stofnaS og ávallt haldiS því fram, aS þaS

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.