Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1943, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.07.1943, Blaðsíða 18
8 LÆKNABLAÐIÐ ur hefir veriö gefinn, er ef til vill electrocardiografi, en því vröur vitanlega ekki við komiö nema á spítölum, og er auk þess nokkuö kostnaöarsamt. Á ecg. sjást á- kveönar breytingar, þegar intoxi- cationin er í uppsiglingu, og er þetta mikilsvert, þegar hugleitt er aö öll meöferöin gengur út á þaö, að ná hæfilegri intoixcation. Er þarna oft mjótt á mununum, svo ekki veröi skaöi — hvorki veröi of eöa van — og einmitt í þessu atriöi liggur allur vandinn viö meðferðina. Meðferöin er auk þess svo „individuel“, aö sjúklingarnir þurfa mjög nákvæmt eftirlit, og á vissu stigi er oft ekki hægt aö ákveöa skammtinn nema frá einu skifti til annars. Mönnum hefir orðið tíðrætt um að sum digitalislyf væru betri en örinur, að því leyti, að ekki leiddi af þeim eitrunareinkenni. Einkum hefir þessu veriö haldiö fram um lyf úr digitalis lanata. í þessu er fólgin mikil hugsanavilla. Öll þau digitalislyf, sem ekki leiöa af sér eitrun í hæfilega stórum skömmt- um eru einskis nýt. Ástæðan getur ekki verið önnur en sú, aö digitalis- innihald þeirra er ekki eins og upp var gefiö — lyfin eru svikin — og takmarkið, sem einmitt er byrj- andi intoxication, næst því ekki. Þetta geta menn ekki um of fest sér í minni. Viðvikjandi spurningununi um contraindicationes, sem alltaf ’hlýt- ur aö skjóta uþp, er því til aö svara, aö sé eftir þeiin indication- um fariö, sem aö framan eru greindar, þurfa menn ekki aö gera sér rellu út af þessu. Þetta er þó ekki svo aö skilja, að ekki geti hlotist af meðferöinni alvarlegar afleiðingar á stundum, svo sem t. d. embolia, þegar hjarta, sem lengi hefir slegið óreglulega, allt i einu fer aö slá veglulegar og kröftugar, en sé vel að gáð eru allar indi-. cationes, sem fyrst voru nefndar, svo aökallandi, að lifshætta er að hafast ekki að, og þýöir þá ekki aö horfa um of í smámuni, eins og hugsanlegar óheillaafleiðingar, sem auk þess eru sjaldgæfar. Af ásettu ráöi er hér ekki talað um sérlyf, búin til úr digitalis, né önnur líkt eöa eins verkandi lyf, svo sem strophantin og nýrri scilla lyf. Reynzlan hefir sýnt, að þessi lyf eru i langflestum tilfellum ó- nauösynleg til aðnáfullum árangri, en á hinn bóginn er vandasamara að ákveða hæfilegan skannnt af þeim og auk þess eru þau miklu dýrari. Meö fullkominni duglegri digitalismeöferö fást veruleg digi- talisáhrif þegar 2 klst. eftir fyrsta skammt, og er sjaldgæft, að meira liggi á en svo, aö þetta sé ekki nægilegt. í þeim einstöku tilfellum, þar sem bráöari nauðsyn er fyrir hendi, er hægt að gripa til stroph- antins og þessháttar lyfja, en á hinn bóginn eru þau ver fallin til langvarandi meöferðar en digitalis, og miklu erfiöara að fá jafna verk- un af þeim til langframa. Auk þess má vitanlega ekki gefa þeim sjúk- lingum strophantin, sem þegar eru undir digitalisáhrifum. Eg vil þó geta þess, að sinn er siöur í landi hverju í þessu efni. Sumsstaöar, t. d. á mörgum þýzkum og frönskum klinikum, er strophantin mjög ál- mennt notað, en aftur á móti mjög sjaldan í engilsaxneskum löndum, og þar sem eg þekki bezt til á Norðurlöndum (Danmörku). Ýmsir reyndir hjartasérfræðingar, svo sem t. d. Thomas Lewis og Paul D. White telja mjög litla á- stæöu til aö nota strophantin, og kveðast stórlega efast urn að það hafi nokkurntíma yfirburöi yfir digitalis, en hinsvegar hafi' all-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.