Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1943, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.07.1943, Blaðsíða 17
LÆ K NA B LAÐ I Ð 7 sér í flestum tilfellum, hve mikið sjúklingarnir muni þurfa, og læt- ur nærri svo dæmi sé tekið, að sjúklingar sem eru 60—80 kg. að þyngd þurfi 1.5—2.1 gram af folia digitaiis til mettunar, eftir þvi hve löngum tíma hefir verið varið ti! að koma þessum skammti í fólkið (1 sólarhring—1 viku). Liggi mikið á, má gefa 0.5 gram fol. digital. 3svar á sólarhring, og er þá fullum áhrifum náð í flest- um tilfellum á þessum tíma. Liggi minna á, en nauðsyn sé þó á mett- un á styttri tíma en I viku, má gefa 0.3 gröm 3svar á dag í 2 daga, eða 0,2 gröm 3svar á dag i 3 daga. Þegar lítil ástæða er til að flýta sér, svo sem þegar um sjúklinga sem fótavist hafa er að ræða, er nægi- legt að gefa 0.1 gr. 3svar á dag í vikutíma. Mjög þungir sjúklingar þurfa stærri skammta en þá, sem að ofan eru greindir; gamalt fólk og mag- urt þarf aítur á móti minni skammta. Börn þurfa oft nokkru stærri skammta en fullorðnir menn, þegar miðað er við þyngd. Sumir hafa notað sér til hliðsjónar í þessu efni svohljóðandi reglu: Gefa þarf ca. 0.1 gr. fol. digtalis pr. 10 lbs. að líkamsþunga að viðbættu 0.1 gr. fyrir hvern dag, sem það tekur að koma þessum skammti í sjúk- lingana. Eins og þegar er sagt má einung- is nota þessháttar reglur sem gróf- an Ieiöarvísi,en dómurinn um hvort og hvenær æskilegum árangri er náð verður að byggjast á klinisk- um athugunum og reynslu læknis- ins. Aðalmælikvarði verður púls- hraði sjúklinga, diuresis og byrj- andi intoxicationseinkenni. Lyfið á að gefa þar til púlshraði er orð- inn eðlilegur, nálægt 70 pr. mín. og diuresis aukin, ef alvarleg in- toxicationseinkenni ekki hafa áð- ur gert vart við sig. Fyrsta intoxi- cationseinkennið er oft sjóntrufl- anir — eldglæringar — eða ógleði og uppsala, en varast ber að láta það villa sér sýn, að margir sjúk- lingar hafa ógleði og uppköst vegna stasis i lifur og maga, og er það vitanlega einkenni um að ekki hafi ennþá verið nóg gefið af lyf- inu. Annar aðalþátturinn í digitalis- meðferðinni verður svo sá, að halda við þeim áhrifum, sem feng- izt liafa með mettuninni, og er sá þátturinn engu þýðingarminni, því annars skilst lyfið fljótlega út. Það lætur nærri að á sólarhring eyðist af því, sem bundið er í líkamanum o. 1 gr., og verður því sá skammt- ur, sem til viðhalds þarf, sam- svarandi þessu. Þegar digitalisatio er náð þannig, að sjúklingnum líði sem bezt, án þess að hafa toxisk einkenni, verður því að gefa dag- legan viðhaldsskammt, og þessu verður að halda áfram, svo lengi sem þörf er á. Sú þörf er oft fyrir 'hendi það sem eftir er æfi sjúkling- anna, og getur þannig verið um mjög langan tíma að ræða, oftlega 10—20 ár. Að sjálfsögðu er það allmisjafnt, hve mikið þarf að gefa til viðhalds, og er ekki unnt að gefa um það ná- kvæmar reglur, heldur verður reynslan að skera úr um þetta. Oft reynist hæfilegt að gefa 0.1 gr. daglega, stundum er nægilegt 0.1 gr. 5—6 daga í viku hverri. eða ennþá minna, en einnig kemur fyrir að skammturinn þurfi að vera nokkru stærri, t. d. 0.2 gr. 1—2 daga í vikunni, og 0.1 gr. hina dagana. Næsta furðulegt er oft hversu fólki lærist fljótt af sjálfu sér að ákveða skammt þann, sem hæfilegastur er. Nákvæmasta aðferðin til að á- kveða hvenær hæfilegur skammt-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.