Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1943, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.09.1943, Blaðsíða 8
34 LÆKNABLAÐIÐ Hér á landi eru aöstæöur að ýmsu leyti miklu betri til aö dæma um gagnsemi kíghóstabólusetning- ar heldur en víðast hvar erlendis, þar sem kíghóstinn er landlægur, svo' að hann er að stinga sér niöur ööru hvoru. Þegar börn eru bólu- sett þar, er sjaldnast unnt aö sjá fyrir hvenær þau muni hafa tæki- færi til að smitast. Það getur dregizt marga mánuði og jafnvel ár frá bólusetningunni, og eins og gefur að skilja verður erfitt að fylgjast með slíkum börnum og dæma um árangur af bólusetning- unum. Hér á landi má telja víst, að þegar kighóstinn er einu sinni kominn til landsins, eftir að hafa verið fjarverandi í 7 ár, eins og oftast er vani hans, taki hann flest börn sem ekki hafa tekið hann áður, og eftir að fairsóttin hefir verið að sækja í sig veðrið í mán- aðartíma breiðist hún óðfluga út, svo að flest börn í Reykjavik smitast og veikjast, ef ekkert er að gert, innan tveggja til þriggja mánaða. Hér má því fastlega gera ráð fyrir að hvert barn, sem bólu- sett er um það bil, sem faraldur- inn er að byrja, smitist af kíg- hósta innan nokkurra vikna frá bólusetningunni. Erfiðleikarnir við bólusetningarnar hér á landi, einkum í Reykjavík, þar sem veik- in brýzt út eins og eldur, eru að- allega í því fólgnir að geta firam- leitt nógu mikið bóluefni á nógu skömmum tíma frá því að sannast að faraldurinn sé kominn upp og áður en hann hefir náð verulegri útbreiðslu, því að tilgangslítið er að vera að bólusetja börnin eftir að þau eru orðin veik. Ágangurinn eftir bóluefni verð ur svo gífurlegur, þegar allir vilja fá bóluefni í einu, að erfitt getur verið og jafnvel ómögulegt að fullnægja eftirspurninni, því að bóluefnisframleiðslan er tímafrek og umstangsmikil, og hér hjá oss er enginn mannafli til að fram- leiða mjög mikið í einu. Þrátt fyr- ir fullkomnustu varúð getur ávallt komið fyrir mengun af öðrum gerl- um eða sýklum í einni flösku og þá ónýtist bóluefni í mörg hundr- uð eða jafnvel þúsund manns. Framleiðsla bóluefnisins, styrk- leiki og notkun. Þegar er kíghósta- sýklar höfðu verið einangraðir úr fyrsta sjúklingnum (sem var lítið veikur af vafasömum kighósta) var tekið til að framleiða bóluefn- ið. Sýklarnir voru ræktaðir í Bord- et's kartöflu-glyserínblóðagar með 10% mannablóði i 48 klt. og gróð- urinn siðan skafinn út i Merthiolat blöndu (1 :ioooo) eða 0.4% phenol- saltvatn, eftir að hver gróðurskál hafði fyrst verið prófuð með smá- sjárrannsókn til að sannfæra sig um að gróðurinn væri hreinn kíg- hóstagróður. Gróðurinn af 20—40 Petriskálum var látinn í eina flösku með merthiolatsaltvatni, sem síðan var hrist í hristivél í 24—48 klt., með smáhvíldum. Þessi hristingur er nauðsynlegur til að losna við kekki, því að kíghóstasýklunum hættir mjög til að loða saman. Erlendis hafa menn víðast hvar haft um 10 þúsund milljón sýkla í hverjum teningssentimetra bólu- efnisins. Sumir hafa jafnvel haft 20 þús. milljónir í teningssenti- metra og var Htið eitt notað hér af slíku bóluefni frá Parke, Davis & Co. (ekki tekið með í þessari skýrslu). f Ameríku hafa menn gefið 1—3 teningssentimeíra af slíku bóluefni með viku til hálfs- mánaðar millibili fimm til sex sinn- um og hafa ýmsir þar haldið því fram, að til að bólusetningin kæmi að fullu gagni þyrfti hvert barn að fá 60—-ioo þús. milljón sýkla alls. Ekki hefði verið nokkur leið

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.