Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1943, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.09.1943, Blaðsíða 12
38 LÆKNABLAÐIÐ þeirra hjóna. Hann andaðist i Reykjavík 15. júli eftir fárra daga legu á Landakotsspítala. Bana- mein hans var hjartabilun. Snorri Halldórsson var ágætur sonur fósturjaröar sinnar og fyr- irmyndar héraðslæknir. Hann tók sér ungur bólfestu í góðri sveit og vann þar sitt ævistarf í kyrr- þey og af hinni mestu alúð. Honum kom aldrei til hugar að telja eftir sér að gegna hinu erfiða starfi, enda hlaut hann að verðleikum ós'kipta hylli 0g óskipt traust hér- aðsbúa sinna. Bændurnir, nágrann- ar hans, gerðu hinn óframgjarna mann að oddvita sínum i sveita- og héraðsmálum, enda skildi hann og flestum fremur hið margþætta starf góðra héraðslækna. Snorri sál. var talinn góður læknir sjúkra, umhyggjusamur, nákvæmur og dugandi, en hann kappkostaði einnig að bægja hverskyns böli frá dyrum héraðshúa sinna með j)vi að vera Jjeim skjól og skjöld- ur og hollur ráðgjafi. Snorri sál. skilur eftir sig fagra og glæsilega minningu. Hann var rúmlega meðalmaður á hæð, vel á sig kominn og ramrnur að afli. Ó- áleitinn við aðra, en fastur fyrir, ef á hann var leitað. Hann var mjög bjartur yfirlitum og fríður sýnum, hægur og prúður í fram- göngu, svo að af bar, en þó jafnan glaður og hýr í sinni. Þótt hann væri dulur maður og fáskiptinn, var hann vinmargur vegna prúð- mennsku sinnar, hins glaða og ein- læga viðmóts, og annara mann- kosta. Þannig var Snorri sál., er leiðir okkar skildust í Háskólanum. Sið- astliðið ár vorum við aftur saman eina kveldstund og hrá mér í brún, að sjá hve hann var breyttur. Prúð- mennskan var að vísu hin sarna og yfirlitið bjart og hlýtt, en mér duldist þó ekki, að þung J>r:ytu- ský vörpuðu nú skugga sínum á hið glaða og hýra fas æskuáranna. Margra ára Jumgar áhyggjur og andvökunætur hins yfir mála sam- vizkusama læknis höfðu auðsjáan- lega lamað hinn hrausta mann. Hann þjónaði einu af erfiðustu héruðum landsins í yfir 20 ár og rann ekki af hólmi. Hann sótti aldrei um hægara starf. Hann elsk- aði sveitina sína og fólkið sitt og svndi til hinztu stundar, að hann vildi ekki hlífa sjálfum sér við þeitn skyldum, er hann hafði tekið að sér. Hann fó: dauðveikur upp úr rúininu til þess að líkna konu i barnsnauð. Það var hin siðasta læknisferð hans. Hann féll í valinn aðeins 54 ára gamall. Óskar Einarsson. Ljósmæðraskortur er nú mjög tilfinnanlegur i Englandi, svo að laun ljósmæðra hafa verið hækk- uð. Þær ganga allavega úr skaft- inu. Sumar vilja ekki sinna ljós- móðurstörfum eftir próf, aðrar halda námi áfram og gerast hjúkr- unarkonur o. s. frv. (Lancet 31. júlí ’43). G. H. Skyndileg elli. The Lancet (7. ág. '43) flytur nokkrar myndir af fertugum manni, sem hafði verið heilsugóður en varð að gráhærðu sköllóttu gamalmenni á nál. 3 ár- um, eftir allmikið fall á höfuðið. Hann varð bráðlega alsköllóttur, magnlaus, impotent, blóðlitill, hafði höfuðverk, sýruleysi i maga- safa b. fl. Þetta skánaði ]>ó nokk- uð smám saman. Þess er getið til að orsökin hafi legið í hypothal- amus (neðanhólsheila). G. H.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.