Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1943, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.09.1943, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 45 gangsefni og flytja aö súrefni, þá myndast mjólkursýra. Hið sama á sér stað þegar statiskt starf vöövanna stígur yfir visst mark þ. e. vöðvinn helzt svo lengi spenntur (í contraction) að hann lokar fyrir blóðstrauminn. Sé nú vöðvastarfinu haldið áfram, þreytast vöðvarnir, sem mest hafa erfiðað og verða jafnvel aumir. — Mjólkursýra hefir safnast fyrir í þeim. Fái vöðvarnir að hvílast, t. d. við svefn, hverfur þreytan þ. e. mjólkursýran hefir hreinsast burtu, ef til vill hefir vöðvinn orðið ei- lítið fyrirferðarmeiri. Þetta lög- mál gildir svo lengi sem þreytan er fysiologiskt fyrirbrigði, þ. e. þreytan hverfur við hvíld eða fer ekki fram úr vissu marki. Aukist nú vinnuhraðinn svo mik- iö að vöðvinn fær ekki að jafna sig á milli þ.e. nægilega hvíld held- ur er ofboðið, myndast i honum einskonar autointoxication, myosis, myopathia e functione. Er talið líklegt að þær l>reyting- ar sem um er að ræða sé vökva- aukning bundin í sarcoplasma viiðvacellanna, þannig skoðast myosis, myopathia e functione, jratho-fysiologiskt en ekki patho- anatomiskt fyrirbrigði. Algengast er að breytingarnar séu í mörgum vöðvum og þá eðlilega í þeim vöðvum eða vöðvahlutum sem vinna saman (synergi) við að framkvæma ákveðna hreyfingu eða ákveðið starf. Það þarf ekki alltaf mikið erfiði til þess að fá myosis, myopathia e functione, miðað við líkamskrafta einstaklingsins í heildj en starfið getur verið ofviða viðkomandi synergi t. d. getur sjúkl. fengið functionsmyosis við að sauma i höndunum ef viðkom- andi svnergi er ofboðið, eða við að skrifa á ritvél, svo dæmi séu nefnd. Tvennt kemur til greina, er styð- ur að aukningu myosis, myopathia e functione, þ. e. vinnuhraði (tempo) og einhæfni (specialisa- tion) vinnunnar. Kraía nútímans er sem mest af- köst á sem skemmstum tíma (Teyl- or-kerfið, Amerika. Stroganoff- kerfið, Rússland) en það þýðir að vinnuhraðinn er aukinn eins og frekast er unnt og um leið eru störfin gerð svo einhæf sem hægt er, þ. e. a. s. tiltölulega fáar vöðva- synergiur eru notaðar. Fái synergian ekki nægilega hvild, en við slíku má búast þegar störfin verða einhæf og vinnuhrað- inn aukinn eins og framast má verða, er hætt við autointoxication eins og áður hefir verið minnst á. Er þá þegar fengin orsök fyrir myosis, myopathia e functione. Sérstaklega er það ýmiskonar verksmiðjuvinna er getur orðið all þýðingarmikil sem orsök til myosis. Við þær tegundir myosis þar sem orsökina mun vera að finna í truflun á metabolismus líkam- ans cg innri secretion eru ein- kennin að jafnaði dreifð um líkam- ann, truncus og extremitates. Þessar myosis haga sér oft þann- ig að þegar þær hverfa i einum stað koma þær fram í öðrum. I slíkum tilfellum verður að fá sem nákvæmastar upplýsingar um en- docrin starfsemi líkamans og reyna að ráða bót á þeirri truflun um leið og ráðist er á hinar myo- tisku breytingar. Trufluð maga- og garnastarfsemi virðist tíðum vera samfara þessum kvörtunum, hvort sem skoða ber slíkt sem or- sök eða ekki. Ennfremur álítur F. Back að arthritis urica geti verið orsök til myosis. Verður ekki vik- ið nána'r að því hér. í sumum tilfellum af of háum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.