Læknablaðið - 01.09.1943, Blaðsíða 14
40
LÆ K NA B LAÐIÐ
og oft er meira aö segja unt veru-
iega leucopenia aö ræöa. Different-
ialtalning hvítra blóökorna er oft-
ast eölileg, en stundum lymfocy-
tosis. Blóðsökk er mikið hækkaö.
Við röntgenskoðanir sjást oftast
meiri breytingar en Ijúast mætti viö
eftir hlustuninni. Eru þetta þykkni
í lungnavefnum, sem oft ná
yfir allstór svæöi, en sjaldan heil
lungnablöö, aö jafnaöi samsafn af
smáblettum, og ekki eins þétt og
vel takmörkuö og viö aðrar lungna
bólgur. Breytingar þessar hverfa
oft á nokkrum dögum, en koma þá
e. t. v. íram annarsstaðar, t. d. í
hinu lunganu, eöa í ööru blaði. Er
þaö talið sérkennilegt fyrir þessa
tegund lungnabólgu, aö bólgan
flytzt þannig til (migrerar). Sam-
fara þessu hækkar svo hitinn að
nýju. Þegar sjúklingnum fer aö
batna heyrist oft miklu meira af
votum slímhljóöum yfir lungun-
um, en meðan veikin stóð sem
hæst.
Þótt sjúkdómurinn gangi oftast
svo sem hér er lýst, verða þó alltaf
nokkrir sjúklinganna miklu harð-
ar úti. Eru þeir oft mjög þungt
haldnir, áberandi mæönir, með
mjög hraðan hjartslátt, og stund-
um svo þungt, að mest likist astluna
bronchiale (status asthmaticu's).
Cyanosis er þá oft mjög mikil.
Hjá þessum sjúklingum er venju-
lega um aö ræöa bólgu i báðum
lúngum, og stendur veikin oft
miklu leng-ur en áður er sagt
stundúm mánuðum saman, og oft
tvísýnt um líf þeirra.
Brognosis virðist vera góð. Af
þeim rúmlega ioo sjúklingum, sem
við höfum séö skýrslur um, hafa
aðeins 3 íátið lifið, og höfðu tvéir
þeirra rheumatiskan hjartasjúk-
dóm fyrir. Annars kemur sjúkdóm-
ur þessi oftalst fyrir hjá ungu og
að öðru leyti hraustu fólki.
Meöferöin er eingöngu symp-
tomatisk, og sulfonamid Iyfin
ekki einasta gagnslaus, heldur auka
þau mjög á vanlíöan sjúklinganna.
Á þessu ári gerðist það nýtt í
niálinu, aö Peterson, Ham og Fin-
land rákust á próf, sem virtust
greina atypiska lungnabólgu frá
öörum sjúkdómum. Þaö er í stuttu
máli þannig, aö serum sjúkling-
anna agglutinerar mannablóökorn
í talsvert mikilli þynningu, þegar
blandan er látin standa i kulda (o°
—3°). Engin agglutination verður
við stofuhita, né likamshita. Þetta
kemur ekki fyrir við aðra sjúk-
dóma, svo vitað sé. Af nokkrum
hundruðum sjúklinga með atypiska
lungnabólgu svöruöu 80—90% já-
kvætt á þennan liátt.
Ef próf þetta reynist eins vel og
útlit er fyrir nú, veröur það i fyrsta
lagi til að auðvekla greiningu sjúk-
dómsins og gera hana öruggari.
Ennfremur eykur það mjög likurn-
ar fyrir því, að um sérstakan sjúk-
dóm sé aö ræöa. Það virðist ekki
sennilegt, aö margar óskyldar
lungnabólguir gæfu þessa óvenju-
legu reaktion, þar sem vitað er aö
aðrar infektionir, þ. á m. venjuleg
lungnabólga, svarar ekki meö þess-
um hætti.
Prófiö hefir þegar verið reynt
á nokkrum sjúklingum hér i
Reykjavík, sem grunaöir voru um
atypiska lungnabólgu. Nokkur af
prófunum hafa reynzt jákvæö og
bendir þaö til, aö um þennan sama
sjúkdóm sé að ræða.
Einn af þessum sjúklingúm var
á III. deild Landspítalans frá 16.
júlí til 27. ágúst 1943. Þetta var
49 ára gamall karlmaður, sem
veiktist 3. júli 1943 og hagaði sjúk-
dómurinn sér í öllu mjög líkt og
að framan er lýst. Aðaleinkennin
voru hiti og mjög mikill hósti,
bólgur í lungum, sent færðust úr