Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1946, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.08.1946, Blaðsíða 18
108 LÆKNABLAÐIÐ hræddir við að hreyfa við þess- um sjúklingum vegna blæðing- arhættu. Ef sjúklingarnir liafa ekki verið gulir því lengur, er lifrarvefurinn lítið eyddur, og sjúklingunum notast K-víta- mínlækning vel. Síðast liðin 2—3 ár hefir verið reynt að beita skurðaðgerð við bráða lifrarbólgu. Skurðlæknarnir opna gallrásina, nema burt slímtappa og annað sjúklegt sem þar er, og grciða þannig fyrir gallrennslinu til þarm- anna; stundum er drain lagt inn í ductus og látið ná niður í skeifugörn. Vandalaust er að ákvarða stærð inngjafar. Á undan að- gerðinni eru gefin 10 mg. af tilbúnu K-efni á dag í 2 til 3 daga, annaðhvort dælt inn eða látið taka inn, og síðan 5—10 mg. á dag eftir aðgerð, þangað til saurinn er orðinn galllitaður. Árangur þessarar meðferðar er sá, að cholæmiskar blæðingar eru ekki nein vofa lengur, þeg- ar um skurðaðgerðir við gulu er að ræða. Við aðra sjúkdóma en þá, sem eg hefi minnzf á, er sjaldan ástæða til að gefa K-vítamin. K-vítamínskortur hefir fundizt við ýmsa sjúkdóma, sem valda truflun á innsogi næringarefna úr þörmunum í hlóð eða úr, eða breytingu á eðlilegum bakt- eríugróðri þar, t. d. við gastro- enteritis acuta, króniska fitu- dyspepsi barna, mb. cöliacus, sprue ileitis terminalis, col- itis ulcerosa, þarma- og gallfistla, og ennfremur við in- sufficientia cordis með blóð- rásartregðu í portæðarkerfinu. Þegar frá eru taldir gallfistlar er mér ekki kunnugt um að blæðingar hafi fundizt við þessa sjúkdóma vegna próthrombín- skorls. En þann möguleika verður samt að liafa í huga, þeg- ar slíkir sjúkdómar eru lil með- ferðar. Próthrombínskortur í blóði, sem eklci stafar al' K-vítamín- skorti hefir fundizt við anæmia perniciosa og við leucosis myeloides og í örfá skipti, sem ókunnugt er hvað veldur. Þessi próthrominskortur balnar ekki af K-meðferð. í dreyrasýki er próthrombin- ið eðlilegt, og liið sama er að segja um ýmiskonar blóðplötu- fækkun t. d. i mb. maculosus Welbofii og öðrum sjúkdómum sem hún kemur fyrir i. Próthrombínið hefir ekki enn verið rannsakað hjá sjúkling- um, sem hafa blóðplötuslén (thrombasteni), t. d. í mb. Glanzmann og mb. v. ‘Wille- brand-Júrgens, enda eru þetta mjög sjaldséðir sjúkdómar, en í skyrbjúg er það eðlilegt. í blóðspýting vegna tub. pulm. er próthrombínið eðlilegt og er því ekki ástæða til að nota Iv-með-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.