Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1946, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.08.1946, Blaðsíða 10
100 LÆKNABLAÐIÐ naftókínón er miklu virkara en Kx og K2- Fjöldi hinna tilbúnu efna er orðinn næsta mikill. Sameigin- legt þeim öllum er naftókínón kjarninn og 2-methyl samband- ið. Þetta samh. leysist illa upp í vatni, og hafa því verið sett sam- an ýmis naftókínón sambönd, sem lej'sast annað livort upp í vatni eða í alkalislcum vökva. Þessi efni er bæði hægt að gefa inn og dæla þeim í líkamann. Þau sjúgast öll upp úr melting- arfærunum þó að gallsúr sölt séu þar ekki. Styrkleikinn er mældur i alþjóðaeiningum, ein eining svarar til verkunar 1 mg. af hreinu 2-methyl-l,4 naftó- kínón. Við notkun þessara efna til lækninga, hæði hinna tilbúnu og upprunalegu, hafa ekki sézt nein eitureinkenni. Fullorðnu fólki liafa verið gefin 60 mg. á dag af tilbúnu efnunum í lieilan mánuð án nokkurra óþæginda. 200 mg. gefin í einum skammti liafa ekki heldur valdið neinum toxiskum einkennum. Það er enn ekki vitað, live mikil liin daglega K-vítamínþörf er. Það sem við læknarnir viljum fyrst og fremst fá að vita um K-vítamínið, er, hvernig það verkar og hvenær við eigum að nota það. Hin liffræðilega verkun K- vítamínsins er eingöngu bundin við slorknun blóðsins. Ef líkam- ann skortir K-vítamín, þá hverf- ur eitt af storknunarefnunum, próthrombínið, úr blóðinu, eða próthrombíninnihald blóðsins minnkar svo mikið, að afleið- ingin verður diathesis hæmorr- hagica. Sökum þess, að ekki er unnt að mæla K-vítamínið sjálft in vivó, verður að gera það óbeint, og það má með því móti, að mæla próthrombíninnihald hlóðsins. Prólhrombínskortur í blóðinu er tákn K-vítamín- skorts. En eins og minnst verð- ur á siðar, eru þar þó örfáar undantekningar. Til skýringar á þvi sem á eft- ir kemur, ætla eg að fara nokk- urum orðum um storknun blóðsins og þá einkum um próthrombínið og mælingu á því. Storknun blóðsins á sér stað fyrir samverknað fjögurra efna, en þau eru vefsefnið, sem er í öllum líkamsfrumum, einkum í heilavef og í thrombócytum, próthrombín, calcíumionar og fibrinogen, sem öll eru í blóð- plasma. Það liafa verið settar fram ýmsar kenningar um það, hvernig þessi efni verkuðu hvert á annað þegar blóðið storknar. Samkvæmt þeirri kenningu, sem kennd er við Morawitz, fer storknunin fram í tveim þátt- um. I fyrra þætti leysist vefs-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.