Læknablaðið - 01.08.1946, Blaðsíða 8
98
LÆKNABLAÐH>
ur dýranna lýsti sér með þeim
liætti, að storknunartími blóðs-
ins lengdist, og þegar dýrunum
var gefið fóður, sem í var Iv-
vítamín, varð storknunartími
blóðsins aftur eðlilegur. Sá
skammtur af K-vítamíni, sem
þurfti á hvert gr. líkamsþung-
ans til þess að hafa þessi álirif
á avitaminotisk dýr á þrem
dögum, var kallaður 1 Dam ein-
ing. Ári seinna leiddu þeir Dam,
Scliönheyder og Tage-Hansen
rök að þvi, að storknunartrufl-
unin, og þar með hlæðingarnar
stöfuðu af skorti á prothrom-
hini í blóðinu.
Næstu 2 árin gerðist ekkert
markvert í þessu máli annað en
það, að niðurstöður Dams og
samverkamanna hans voru
staðfestar víðsvegar að. En árið
1938 birtu amerísku læknarnir
Brinkhous, Warner og Smith
rannsóknir, sem leiddu i Ijós,
að K-vítamínið snertir sjúk-
dómafræðina, nefnilega sjúk-
dóma í lifur og í gallveg-
um, sem ollu cliolemisk-
um hlæðingum vegna próth-
rombinskorts. Þá fer að koma
skriður á K-vítaminmálið og
kapplilaupið byrjar um það að
einangra K-vítaminið og búa
það til. Nú gerist margt nærri
samtímis.
Dam og samverkamenn hans,
þar á meðal lífefnafræðingurinn
Karrer, einangruðu K-vitamín
úr smára (medicago sativa). Ur
smáraseyði unnu þeir mjög
virkt efni, sem í voru 16 millj-
ónir Dam einingar K-vítamins
pr. gramm. Þetta var ljósgul
olía, sem hafði ákveðin adsorp-
tionsspectra í útfjólubláu. Karr-
er og samverkamenn lians
fundu, að aðaláhrif þessarar ol-
íu voru bundin við naftókinón
sambönd.
Samtímis því að þetta er að
gerast í Evrópu, framleiddi
ameriski efnafræðinguirnn Do-
isy og samverkamenn lians
krystallað efni úr rotnuðu fiski-
mjöli. Þessir krystallar liöfðu
mikil K-vítamínáhrif, um 9
milljónir Dam eininga i
grammi. Doisy fann, að K-vita-
mín álirifin í þessum krystöll-
um voru bundin við naftókinón
sambönd .
Nú voru birtar rannsóknir
viðsvegar að, sem leiddu í Ijós,
að ýmis naftókinón sambönd
höfðu K-vítamínáhrif T. d.
fundu þeir Almquist og Ivlose,
að phtyokol, sem er 2-methyl-
3-liydroxy-l,4 naftókinón, hafði
K-vítamináhrif. Þetta efni fundu
þeir Anderson og Newman árið
1933, í seyði af berldasýklum.
Newman, Crowder og Anderson
bjuggu þetta efni fyrstir til syn-
tetiskt árið 1934. Doisy fann
phtyokol í smárasej'ði, og við
nánari rannsókn fann liann, að
hin kemiska formúla K-víta-
mírisins í þessu seyði var 2-
methyl-3-phytyl-l,4 naftókinón,