Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1946, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.08.1946, Blaðsíða 14
104 LÆKNAbLAÐIÐ í læknisfræðiritum fram að 1940, er tíðleiki þessara blæð- inga áætlaður frá 1%—1 %o af öllum fæðingum. Þessi mikli munur á því, hve tiðar blæðing- arnar eru taldar í ritum þess- um, stafar vafalaust af því, að kröfurnar um það, hvað kalla skuli blæðingarbneigð eru ekki allsstaðar hinar sömu. Ef sum- ir lelja smáblæðingar frá nafla- slað eða fæðingarblóðsveppi á liöfði með, en aðrir ekki, þá veldur það auðvitað miklum mun, þegar dæma skal um út- komuna. Á Sahlgrenska Sjuk- huset i Gautaborg dóu 1,92 pro mille af 17.740 börnum, sem fæddust þar á árunum 1934-40, úr blæðingarhneigð, og árið 1939 fannst blæðingarbneigð i 1 % af 1800 börnum á fæðingar- deild B Ríkisspítalans í Kaup- mannahöfn. Hve oft þessar blæðingar stafa af prótbrom- binskorti eingöngu, er erfitt að sanna, en eins og minnst verður á síðar, er það mjög senni- legt, að % af öllum blæðingum nýfæddra barna stafi af þessari orsök. Blæðingarnar geta l^irtzt i ýmsum myndum. Algengastar eru melæna, liæmatemesis, húð- eða slímhúðarblæðingar, blóð- sveppir á böfði og naflablæð- ingar, sjaldgæfari eru vaginal- blæðingar, intracranial blæð- ingar, blæðingar í innri líffær- um, t. d. lungum, lifur, tbymus og gll. suprarenalis. Eins og við vitum, getur blæðingarlmeigð átt sér ýmsar orsakir. Það má skipta þeim í flokka eftir því hvort um trufl- un á störknun blóðsins er að ræða eða ekki. Rannsóknir síð- ustu ára liafa leitt i ljós, að blæðingarbneigð nýfæddra barna er alltaf samfara truflun á storknuninni og að sú truflun stafar nærri því æfinlega af protlirombinskorti. Skortur á vefsefni og fibrinogeni er mjög sjaldgæfur og blæðingar vegna skorts á calcium koma ekki fyrir, vegna þess að sjúklingarn- ir deyja úr krömpum áður en calcium minnkar svo mikið i blúðinu að storknunin truflist. Eins og ég liefi minnzt á, er próthrombinskortur i blóði ný- fæddra barna eðlilegt fyrir- brigði. Eftir að K-vítaminið fannst og verkun þess varð kunn, lá nærri að láta sér detta í hug, að orsökin til þessa væri K-vítaminskortur. Ef svo væri, skyldu menn ælla, að vítamin- skorturinn gerði einnig vart við sig hjá móðurinni. En svo er ekki, því eins og við heyrðum áðan, er aukið prótbrombin- magn í blóði eðlilegt þunguðum konum. Menn bafa ekki með neinni vissu getað fundið nein- ar ytri orsakir til hins litla pró- tlirombinmagns, en þó skal ég

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.