Læknablaðið - 01.08.1946, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ
103
þangað lil blóðvökvinn storkn-
ar er kallaður próthrombintím-
inn, og er bann 11—13 sek. bjá
lieilbrigðu fólki, þegar vefs-
efnisupplausnin er nægilega
virk. Kosturinn við þessa aðferð
er sá, að bún er handhæg, en
gallarnir þeir, að auk próthrom-
binsins er fibrinógenið einnig ó-
þekktur liður, og sá annar að
aðferðin er svo ónákvæm, að
ekki er með neinni vissu bægt
að segja um það, livort prót-
lirombinið hefir minnkað, fyrr
en það er orðið minna en 60%
af þvi sem það er hjá heilbrigðu
fólki. Þriðji ókosturinn við að-
ferðina er sá, að ekki er unnt
að finna hvort prótlirombinið
er aukið. Þessum göllum má
sneiða bjá með því, að ákveða
storknunartímann í þynntu
plasma og nota upplausnir af
vefsefni, calcium og fibrino-
geni, sem vitað er, live sterkar
eru. Þá er próthrombinið eini
liðurinn sem er óþekktur. Þegar
þessi aðferð er notuð, verður
rannsóknin töluvert umsvifa-
meiri, en stórum nákvæmari.
Sökum þess, að styrkleiki
vefsefnisupplausnarinnar getur
breytzt frá degi til dags, verður
að bera próthrombinmagnið i
blóði sjúklingsins saman við
magn þess í blóðvökva úr heil-
brigðum. Bæði er hægt að nota
storknunartimann til að finna
próthrombinmagnið, eða reikna
próthrombinmagnið í blóði
sjúklingsins út í % og nota
blóðvökva heilbrigðs manns
sem samanburðargrundvöll.
Loks skal eg geta þess, að til
eru svo kallaðar micro-aðferðir.
Þegar þessar aðferðir eru not-
aðar, þarf ekki nema htið eitt
af blóði, og eru aðferðirnar þvi
mjög liandhægar, þegar um
rannsóknir á börnum er að
ræða. Þessar aðferðir eru ná-
kvæmar þegar lilóðið er þvnnt
og tekið er tillit til lilutfallsins
milli blóðfruma og blóðvökva
(hæmatókrít).
Þá kem ég að notkun K-vita-
mins til lækninga. Hún er að-
allega tvennskonar: 1) Fyrir-
girðing og lækning á blæðingar-
lineigð vegna próthrombins-
skorts lijá nýfæddum börnum,
og 2) fyrirgirðing og lækning
á cholemiskum blæðingum
sjúklinga með langvarandi
gulu.
Blæðingarhneigð hjá nýfædd-
um börnum lýsir sér með blæð-
ingum ýmist í búð, shmhúðum,
eða innri líffærum. Þessar
blæðingar byrja venjulega á
öðrum til fjórða degi eftir fæð-
ingu, en geta stundum verið
meðfæddar. Blæðingarnar
byrja annað hvort skyndilega,
eða liægt og liægt, oft að því er
virðist án ytri orsaka. Þær
standa yfir í nokkra daga og
hætta þá annað hvort af sjálfu
sér, eða leiða til dauða.