Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1947, Síða 14

Læknablaðið - 15.10.1947, Síða 14
88 LÆKNABLAÐIÐ lækna, er ég hefi átt tal við, og hafa sumir þeirra haft marga sjúklinga undir liönd- um. Árlega liafa verið send húð- stykki til umsagnar í Rann- sóknastofu Háskólans, sem talið er að liafi haft einkenni sláturhólu. Helztu sérkenni vefsins skulu þá rakin hér eins og þau hafa birzt við smásjárathugun. Ef sláturhólan hefir staðið lengi, eru líkur til þess að horn- lag húðarinnar sé fallið af, og sést þá við smásjárskoðun að sárbarmurinn og yfirliúðin er þar trosnuð, stundum eru þó húðtotur úr neðsta húðlaginu í sárbotninum og virðist stund- um sem þær hafi vaxið ofan í vefjarlögin fyrir neðan. Und- ir þessu taka að jafnaði við bandvefslög, sem ýmist eru úr nýlegum bandvefsfrumum (fibrocytum og fibroblöstum), eða — ef um gamla sláturbólu er að ræða — þá er bandvefur- inn samrunninn (hyaliniserað- ur). Mikið af nýmynduðum æð- um sést um allt svæðið og einn- ig vökvafull smáhólf, svo að við heildaryfirlit virðist vef- stykkið svampkennt. Stundum hafa sézt risafrumur í vefnum. Á víð og dreif undir sárbotn- inum sjást bólgufrumur, sem oftar virðast hnattfriímur heldur en skerðikjarnafrum- ur. Einkum ber á bólgubreyt- ingunum niður með hárrótum og í svitakirtlum. Ekki sést verulegur vefjardauði (nec- rosis), en þó eru óskýr frumu- mörk víða í efri lögunum og frumuhlaupið bólótt og kjarn- ar sumra frumanna litast dauft. Þótt margir læknar liafi sýnt viðleitni á því, að reyna að finna orsök til kvillans, virðist árangurinn alls staðar nei- kvæður. Svipað er að segja um rannsóknir, er framkvæmdar voru í Rannsóknarstofu Há- skólans 1938 og 1939. Þótt þær athuganir séu hvergi nærri tæmandi, tel ég þó ekki rétt að geta þeirra að engu og skal hér í sem stytztu máli reynt að skýra frá þeim. Ég vil geta þess strax að frumkvæðið að þeim átti próf. Níels Dungal. Þann 20. okt. ’38 var sjúkl- ingur með tvær sláturbólur á vísifingri sendur í Rannsókna- stofu Háskólans. Bólur þessar voru með lieilu hornlagi. Nokk- ur vessi virtist vera undir húð- inni, og var því húðin hreinsuð og stungið gegnum liana með holnál og dreginn út dálítill blóðlitaður vessi, sem síðan var þynntur með kjötseyði, sökum þess live lítill hann var. Þessum vökva var sáð á egg- himnu (membrana cliorio- allantois) tveggja eggja a. m. Burnet. Ennfremur var liúð rispuð á framhandleggjum á tveimur mönnum (N. D. og K. S.) og vessanum smurt þar inn.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.