Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1948, Qupperneq 14

Læknablaðið - 01.06.1948, Qupperneq 14
22 LÆKNABLAÐli) ir kallaðir, þá hefði sýnst eðli- legt að auglýsa embættið. Má segja, að með þessu fram- ferði hafi Reykjavíkurbær sýnt læknum hina mestu lítilsvirð- ingu, og sú var tíðin, að þeir læknar, sem að ástæðulausu, gerðu sig seka um að taka við óauglýstum embættum úr hendi ráðherra voru gerðir félags- rækir. Eða leit stjórn Læknafélags Islands svo á, að embætti þetta væri markleysa ein mcðan eng- in lög voru til um það? A hinn bóginn væri ekki ó- eðlilegt, að Reykjavík hefði sérstakan ráðunaut um fram- kvæmd ýmissa heilbrigðismála, sem kostuðu mikla peninga o. s. frv., en þó liefði verið eðlileg- ast að auglýsa slíkt emhætti, engu að síður. Hér að framan hefir borgar- læknisfrumvarpið verið gagn- rýnt frá þremur sjónarmiðum. 1. Vegna J)ess, hve illa það var undirbúið. 2. Vegna þess, að það var bundið við persónu á- kveðins manns. 3. Vegna þess, að ekki var gert að skilyrði, að horg- arlæknirinn væri lteil- hrigðissérfræðingur. Aðgerðir borgarstjórnar hafa verið gagnrýndar út frá því sjónarmiði, að þær væru miðað- ar við frumvarpið, þó að þær aðgerðir breyti auðvitað engu í starfssviði héraðslæknisins í Reykjavík, meðan engin ný lög eru samþykkt um það. Þá er eftir að athuga frum- varpið frá öðru sjónarmiði, þ.e. frá því grundvallarsjónarmiði, sem í því felst, en það er skipt- ing héraðslæknisembættisins í Reykjavík í tvö embætti. Að vísu var ekki vel ljóst af frumvarpinu, hvernig sú skipt- ing átti að verða, en þó var helzt svo að sjá, sem meiningin væri, að almenna heilbrigðiseft- irlitið yrði tekið undan skrif- stofu héraðslæknis og afhent liinni nýju skrifstofu borgar- læknis. Ekki voru önnur rök færð fyrir þessari breytingu en þau, að bærinn borgaði eða kostaði þessi störf, að mestu eða öllu leyti, og væri því óeðlilegt, að héraðslæknirinn hefði nokkuð þar að segja. Fljótt á litið mætti svo virð- ast, sem þessi skipting væri rétt og sanngjörn, ef hæjarstjórn endilega vildi losna við afskipti héraðslæknis af þeim málum, sem hér um ræðir. Þegar betur er að gáð, verða þó hinar ýmsu greinar lieil- brigðiseftirlitsins, t.d. þær sem snerta matvæli, vatn, sorp, skólp, i'ottur, húsnæði o. s. frv., að teljast til sama stofns og greinar só 11 varnanna. Það eru allt saman greinar af sama tré. Ef ein gi'ein er vam rækt og sýkist, er þeirri næstu

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.