Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1948, Side 17

Læknablaðið - 01.06.1948, Side 17
LÆKNABLAÐIÐ 25 en vinsælt starf, og því nauð- svn á sterkum bakhjarli. Tillögur um framtíðarfyrir- komulag heilbrigðismálanna í Reykjavík. Ég ætla mér, að vísu ekki þá dul, að koma hér fram með tæmandi tillögur, á þessu stigi málsins, en ég ætla að reyna að marka línurnar í aðalatriðum. Til þess að hægt væri að koma fram með tæmandi til- lögur þyrftu margvísleg skil- yrði að vera fyrir hendi: 1. Þær þyrftu að vera byggð- ar á nákvæmri þekkingu á ástandinu eins og það er í dag og á spádómum um framtíðina, t.d. um væntan legan mannfjölda í horg- inni eftir svo og svo mörg ár, væntanlega harnkomu og manndauða, breytingar á aldursflokkunum, sér- staklega með tilliti til gamla fólksins, sem vænt- anlega kemur til að verða hlutfallslega fleira og fleira og þar með vissir sjúkdóm- ar algengari. Það þarf að gera sér grein fyrir vænt- anlegri útþenslu horgarinn- ar og skipulagi, væntauleg- um hreytingum á atvinnu- háttum, og margt og margt fleira. Til þess að hægt sé að gera sér grein fyrir ástandinu í dag og framtíðinni, þarf að fara fram rannsókn á fortíðinni fram á síðustu ár. Þar þarf að athuga tíðni ýmsra sjúkdóma, dauðsföll af ýmsum orsök- um. Það þarf að athuga ýmsar heilbrigðisstofnanir og heilhrigðisstarfsemi. — Bera þetta saman við allt landið, aðra kaupstaði á landinu, kaupstaði í útlönd- um, o. s. frv., og gera sér þannig grein fyrir aðstöð- inni. 2. Þegar niðurstöður þessara rannsókna liggja fyrir og spádómar um framtíðina, er hægt að fara að gera áætlun um framkvæmdir, gera sér mynd (plan) af framtíðarfyrirkomulagi. Það þarf að athuga, hversu þær stofnanir sem fyrir eru hezt geta samræmst hinni nýju mynd, og hvað þarf að byggja o. s. frv. 3. Næst kemur til athugunar skipulagr.ing á starfsem- inni, hvaða starfskrafta þarf til, tæki o. s. frv. í hverju einstöku tilfelli. 4. Þá þarf að athuga um stjórn á hverri stofnun, sameiginlega yfirstjórn og loks eftirlit með allri starf- seminni og hinum ein- stöku þáttum hennar, svo að hún geti á hverjum tíma verið sem hæfust til að mæta breyttum aðstæðum, og í heild sinni gegna hlut-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.