Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1948, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.06.1948, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 27 haft þar mikil áhrií' til aukn- ingar, og eigi það ef til vill eftir að koma enn betur í ljós seinna. Ég held að full ástæða væri til að fyrirskipa skrásetn- ingu allra vanfærra kvenna, til þess að hægt væri að gera á þeim W.R.-próf í tíma. 2. Nærri helmingi fleiri börn dóu af völdum fæðingar og átta sinnum fleiri konur, í Reykjavík en í öðrum kaupstöð- um. Til þessa liggja auðvitað margar orsakir, og eru þessar helztar: a. Fyrst og fremst skortur á eftirliti fyrir fæðingu. Þetta staðfestist ef litið er á heilbrigðisskýrslur frá 1944, bls, 112, þar stend- ur: 802 vanfærar konur komu í fyrsta sinn á Heilsuverndarstöðina, en alls voru framkvæmdar 2362 skoðanir. Þar segir og, að Ijósmóðirin hafi farið i 718 vitjanir, ekkert segir um, hvort þetta séu sömu konurnar, sem komu á • stöðina eða ekki, en líklegt er að svo sé, að ljósmæð- urnar háfi stefnt þeim á stöðina. Hinsvegar komu 1348 konur niður á þessu ári í Reykjavík, og liafa því 546 konur alls ekki komið á stöðina. Þetta þarf engan að undra, þar sem aðeins er um eina heilsuverndarstöð að ræða í miðbænum, konur eiga illa heimangengt, jafnvel þótt styttra væri að fara, og áhuginn nægur fyrir hendi til að nota starf- semina, og svo eru hinar konurnar, sem lítinn áliuga hafa, eða eru jafnvel feimn- ar við að sjma sig; um þær veit enginn, nema skrásetning væri fyrirskip- uð, en þar er ef til vill að finna þær konurnar, sem mesta þörfina hafa fyrir eftirlit. b. Skortur á ljósmæðrum er augljós, þar sem í Reykja- vík koma 85 fæðingar á hverja ljósmóður, en að- eins 31 í öðrum kaupst. 60 fæðingar ættu að nægja hverri ljósmóður, ef öllum ætti að gera góð skil. c. Skortur á fæðingarsérfræð- ingum. Hér er um alvar- legt mál að ræða, sem þarfnast fljótrar lausnar. öllum læknum má vera það Ijóst, að mjög óeðli- legar fæðingar eru erfið- ustu tilfelli, sem læknar yf- irleitt fást við, og þarfnast frekar öllu öðru stund- un þaulæfðra og mennt- aðra sérfræðinga, en eru alls ekki meðfæri al- mennra lækna. Því minna eftirlit, því tíðari erfiðu til- fellin. d. Skortur á sjúkrarúmum er og augljós. Yfirlitið ber

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.