Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1948, Side 21

Læknablaðið - 01.06.1948, Side 21
LÆKNABLAÐIÐ 29 ing verði mikil á barnkomu í Reykjavík á næstunni, og þarf að hafa það í huga við skipulagningu þessara mála. 4. Hin mjög lága hlutfallstala barnsfarardauða í öðrum kaup- stöðum (0,4) er mjög athyglis- verð, og sýnir raunar, hvað liægt er að komast langt í því efni. Að vísu verður þessi tala að skoðast með varúð, þar sem um tiltölulega lítinu fæðinga- fjölda er að ræða (2394), en þó er munurinn á öðrum kaup- stöðum og Reykjavík svo mik- ill, 1 á móti 8, að leita þarf annara skýringa á því, og kem- ur þá þetta til athugunar, með- al annars: a. Augljósastur er mismunur- inn í ljósmæðraþjónust- unni, 1 á 31 fæðingu, í öðr- um kaupstöðum, á móti 1 á 85 fæðingar í Rvík, en 00 fæðingar ætti að vera hámark á ljósmóður. h. Miklu er auðveldara að komast á sjúkrahús í öðr- um kaupstöðum en í Reykjavík, orsakast það fyrst og fremst af fjölda rúmanna, en þar getur og margt annað komið til greina. d. Auðveldara er að ná til læknis í öðrum kaupstöð- um en í Reykjavík. e. Húsnæði mun til uppjafn- aðar betra í kaupstöðum úti á landi en í Reykjavík. og heimilisástæður nmnu að jafnaði hetri. f. öll þjónusta er persónu- legri í kaupstöðum úti á landi, þar sem hver þekk- ir annan; á það við um viðskipti nágranna, al'stöðu konunnar til ljósmóður og læknis, afstöðu læknis til ljósmóður og afstöðu lækn- is til viðkomandi sjúkra- húss. öll þessi persónulegu at- riði eru úr sögunni í Revkjavík, án þess neitt hafi komið í staðinn, hæði vegna stærðar bæjarins, og vegna hinna mörgu inn- ílytjenda, hingað og þang- að að. Einstaklinginn skortir því hæði aðstöðu og dómgreiixl til að geta bjargað sér, hvað þessi mál snertir, og verður því það opinbera að hlaupa undir bagga. Það verður að leitast við að skapa einstaklingnum eða fjölskyldunni heilbrigt um- hverfi, þar sem reynt verði að koma á aftur, meðal annars, hinu persónulega viðhorfi, að meira eða minna leyti. Þetta er aðeins hægt að gera með því að skipuleggja hæinn í hverf- um, hvert fyrir 5—10 þús. manns. 1 hverju hverl'i verði komið upp miðstöð þar sem fólk á kost á andlegri og likam-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.