Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1948, Qupperneq 24

Læknablaðið - 01.06.1948, Qupperneq 24
32 LÆKNAbLAÐIÐ börn á brjósti, þar í inni- falið tannlækningar. 2. Eftirlit með smábörnum, á fyrsta og öðru ári. 3. Eftirlit með eldri börnum fram að skólaaldri. 4. Dagheimili. 5. Ljósmæður til starfa á stöðinni, og ef til vill til starfa í heimahúsum. 6. Heilsuverndarhjúkrunar- konur, til starfa á stöðinni, og til heimsókna. 7. Almenna heimilishjúkrun. 8. Hverskonar bólusetningar. 9. Sjúkrabifreiðar. 10. Hjálparstúlkur til starfa í heimahúsum, vegna barns- hafandi kvenna og veik- inda í heimahúsum. Auk þessa væri heppilegt að koma fyrir, í sambandi við stöðvarnar: 1. Lækningastofum almennra lækna. 2. Lyfjaafhendingu. 3. Sérfræðingaþjónustu, auk starfa þeirra við almenna eftirlitið. í sambandi við stöðvarnar mætti loks koma fyrir enn fleiri þáttum er snertu heilsuvernd, félagslíf og skemmtanir, svo sem æskulýðsheimili, kvik- myndasýningar, dansleikir, bókasöfn, sundlaug, veitingar, smáleiksvið o. s. frv. o. s. frv., í einu orði sagt, hverskonar menningarstarfsemi, sem íbúar hverfanna hefðu greiðan að- gang að. Berklavarnirnar. Réttast er, að berklavarnirn- ar verði aðskildar frá annari heilsuverndarstarfsemi, og starl'i á svipaðan hátt og nú, enda hefir það gefið góðan á- rangur, og ætti ein berklavarn- arstöð að gcta fullnægt þörf- inni, þangað til bæjarbúar væru orðnir 60--70 þús. Sjúkrahúsin. Augljóst er af því sem áður hefir verið sagt, að bæta þarf, að minnsta kosti 150 sjúkra- rúmum við þau, sem fyrir eru, á almennum sjúkrahúsum, og þyrfti auðvitað að athugast gaumgæfilega, hvernig þeim rúmum yrði bezt varið, og yrði í því sambandi að endurskipu- leggja þau rúm sem fyrir eru. A meðan eftir þessu yrði beð- ið væri nauðsynlegt að sam- ræma rekstur þeirra sjúkra- húsa, sem fyrir eru í bænum, svo að rúmin nýttust betur, og þyrfti ein skrifstofa að vita um öll auð rúm á hverjum tíma. Ef miðað væri við, að Reykja- vík þyrfti að láta í té sjúkra- rúm fyrir 80 þús. íbúa væri hæfilegt, að þeim vrði þannig skipt:

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.