Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1948, Síða 27

Læknablaðið - 01.06.1948, Síða 27
LÆKNABLAÐIÐ 35 því, og ekki síður liitt, að um þær mundir var sú skoðun efst á baugi, að holdsveikin væri ekki næmur eða smitándi sjúk- dómur, heldur a'rfgengur. Þá var D. C. Danielsen í Björgvin frægastur holdsveikralæknir, og hélt hann því fram, að holds- veikin væri arfgeng vanheilindi (dyskrasi). Skoðanir lækna á eðli og orsökum sjúkdómsins höfðu verið allmjög á reiki, en þessi afstaða hins mikla sér- fræðings og fleiri annarra, hlaut að hafa áhrif á athafnir manna í málinu, bæði lækna og stjórnarvalda, hér sem annars staðar. Það er því skiljanlegt, að einmitt um þessar mundir var sætt lagi að leggja holds- veikraspítalana niður; má vera að dagar þeirra hafi verið taldir hvort sem var. En ekki sat lengi við þetta. Bakteríuöldin var í nánd og ein af hinum fyrstu sóttkveikj- um, sem fundust, var einmitt holdveikisbakterían, (Armauer Hansen í Björgvin 1873). Það liðu þó nokkur ár þangað til öllum var Ijóst, að sá gerill, mycobacterium lepræ eða bac- illus lepræ, er orsök holdveik- innar, á sama hátt og viður- kennt er um aðra sýkla, sem ákveðnum sjúkdómum valda, enda þótt tæplega verði með réttu sag.t, að þetta sé vísinda- lega sannað mál, þar sem helztu sönnunargögnum - ræktun gerilsins og sýking tilrauna- dýra með honum verð- ur ekki við komið. Það hef- ur hvorugt tekizt enn, þrátt fyrir óteljandi tilraunir. En einmitt af þeim sökum er auð- velt að greina hann frá skyld- um gerlum, t.d. berklagerlin- um. Og þar að auki finnst hann í öllum holdsveikum mönnum. Auðvitað hefur mikið verið rætt og ritað um disposition, um ytri kringumstæður, svo sem fá- fræði, óþrifnað, vond húsa- kynni, óhollt fæði o. s. frv. Slíkt kemur eflaust allt við sögu holdsveikinnar, en það skijitir líka mjög miklu máli, þegar um fjölda annarra sjúk- dóma er að ræði og hvað sem því líður, þá er óhætt að full- yrða, að enginn maður fengi lioldsveiki, ef bacillus lepræ væri ekki til. Og enginn fær holdsveiki af því einu, að lifa í eymd og volæði. Þegar .vissa var fengin fyrir því, að sýklar valda veikinni og holdsveikir menn hera með sér uppsprettu hennar, hvar sem þeir fara, breyttist viðhorf manna við málinu fljótlega og nú blasti við nauðsynin á því, að stofna hæli og heimili, þar sem hægt væri i fyrsta lagi að einangra sjúklingana og því næst að hjúkra þeim, hlynna að |>eim og lækna þá, ef unnt væri. Þetta var skoðun þeirra manna, sem skiptu sér af holds- veikismálum hér á landi á síð- asta fjórðungi síðustu aldar.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.