Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1948, Side 32

Læknablaðið - 01.06.1948, Side 32
40 L Æ K N A B L A Ð I Ð að fara, að ýmsir þeirra veikt- ust af öðrum sjúkdómum, á svo löngum tíma. Það fór því svo, að læknirinn fékk alltilbreyting- armikið starf að vinna á spítal- anum. Sú varð líka raunin á, að ekki reyndist eins vonlaust um árangur af starfi lioldsveikra- læknisins, og áhorfðist í fvrstu. Eins og vænta mátti, hefui læknir spítalans gert sér far um að fylgjast sem bezt með öllum tilraunum, sem annars staðar hafa verið gerðar til þess að lækna holdsveika menn, eða bæta líðan þeirra með læknis- aðgerðum, en að slíkum tilraun- um hefur fjöldi ágætra lækna unnið þrotlaust og kappsamlega um langan aldur víða um heim, þar sem holdsveiki liggur í landi. Og jafnskjótt og nýjung- ar hafa komið fram, sem ein- hverjar vonir vöktu í þá átt, hafa þær óðar verið reyndar hér. Flestar hafa þær nýjungar, því miður reynzt með öllu gagnlausar í baráttunni við holdsveikina, en þó skal nefna nokkur lyf, sem frumherjar holdsveikralækninga í ýmsum löndum hafa vænzt verulegs gagns af á síðari tímum. Kvikasilfur (súblímat) dælt í vöðva. Silfur (kollargol), spýtt í æðar. Tuberculin, sem um eitt skeið vakti vonir um góðan á- rangur í haráttunni gegn herklaveiki, var auðvitað einnig reynt við holdsveiki af því að berklagerillinn og lioldsveikis- gerillinn virðast vera náskyldir. Nastin, eins konar bóluefni, unnið úr gerlum ,sem svipar að sumu leyti til holdsveikisgerils- ins. Salvarsan, hið ágæta sára- sóttarlyf, var alls staðar þraut- reynt. En um öll þessi lyf er það að segja, að jafnvel þeir, sem góðs væntu al' þeim í upp- hafi, komust fyrr eða síðar að raun um, að þau eru litils eða einskis megnug í baráttunni gegn holdsveikinni. Og hið sama má segja um nær því ó- teljandi lyf önnur, sem reynd hafa verið, og þar á meðal um penicillin, sem hráðdrepur viss- ar tegundir gerla, en vinnur ekki vitund á holdsveikisgerl- inum. Þó er ótalið eitt lyf, lúð eina ineðal, sem öllum kemur, nú orðið, saman um, að stórmikill árangur hafi sézt af í viðureign- inni við holdsveikina. Það er chaulmoograolían og fleiri olíur henni skyldar. Lyfið er þekkt fyrir langa löngu, en átti lengi erfitt uppdráttar. Olían er unn- in úr fræi jurtar einnar af ætt- inni Bixaceæ, scm vex í Suðaustur-Asíu, Filippseyjum, Borneo, Java og víðar þar um slóðir. En margar tegundir eru til af jurtinni og ekki sama úr hverri þeirra olían er unnin. En síðan um aldamótin síðustu hafa menn komizt að raun um að heztu holdsveikilyfin fást úr tegundunum taraktogenes

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.