Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1948, Qupperneq 36

Læknablaðið - 01.06.1948, Qupperneq 36
44 LÆKXABLAÐIö Henechít /)3e ercjm.ann, L|€>slækiimgalampi Saugmans. Frá því nm aldamót, eða frá því er Niels Finsen sýndi fram á lækningaáhrif ljóssins, 1893, hefur skilningur og áhugi manna á sólböðum og ljósböðum farið vaxandi. Hér á landi er því miður að- eins hægt að notfæra sér sólböð mjög stuttan tíma ársins og verður því að nota tilbúin Ijós, til úppbótar á þessu. Ýmsar gerðir af lömpum hafa komið fram, síðan Finsen gerði tilraunir sínar með kol- bogalamjjann. 1 lok ársins 1937 kom danski læknirinn Dr. med. Axel Saugman með nýja gerð ljóslækningalampa, sem á stríðsárunum hefur farið sigur- för um Evrópu og er nú not- aður í fjölmörgum sjúkrahús- um, barnaskólum. ljóslækninga- stofum einstaklinga o. fl., og líta læknar svo á, að til þessa hafi ekki verið gerður ljóslækn- ingalampi, sem líkist meira sólarljósinu né hafi meiri lækn- ingaáhrif. Lampi Saugmans er, eins og sést á 1. mynd, bogalampi fyrir riðstraum. Orkueyðsla hans, í samanburði við aðra boga- lampa, er 5,4 sinnum minni. Þar sem riðstraumur er fyrir hendi, losnar maður auk þess við afriðla, og þar með verður stofnkostnaður minni. Enn- fremur hefur lampinn þann kost fram yfir aðra bogalampa, að hann er öruggur í rekstri og þarf lítið eftirlit. Þegar ljós skín hæfilega lengi á húðina með viðeigandi bylgjulengd og magni, mun eft- 1. mynd. — Sáugmans-lampi.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.