Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1949, Síða 12

Læknablaðið - 01.02.1949, Síða 12
2 LÆKNABLAÐIÐ Um margra ára bil hef eg verið samstarfsmaður dr. Gunn- laugs Claessen, yfirlæknis. Eftir ])au löngu og nánu kynni er mér sérstaklega ljúft að mega minnast hans. Dr. Claessen var þjóðkunnur maður. Hann var ekki eingöngu læknir, heldur stóð hann einnig í fylkingar- brjósti í heilbrigðis- og menn- ingarmálum. Hann var starfs- maður með afbrigðum og bai’- áttumaður fyrir þeim mörgu áhugamálum, sem hann liefir átt og komið i framkvæmd. Þeir sem voru á andstæðri skoðun við hann, báru virðingu fyrir honum, því að framkoma hans og baráttuaðferðir gáfu ekki til- efni til annars, enda mátti hann ekki vamm sitt vita í neinu. Aðrir hafa orðið og munu verða til þess að skrifa um hið margþætta starf dr. Claessens fyrir aukinni menningu þjóðar sinnar. Starl' lians sem yfir- læknis röntgendeildar Land- spítalans er mér kunnast eftir 14 ára samvinnu. Dr. Claessen hafði mikinn áhuga fyrir auk- inni þekkingu lækna í röntgen- fræði, enda var hann brautryðj- andi i þeirri fræðigrein bér á landi. Hann var skipaður for- stöðumaður Röntgenstofnunar Háskóla lslands frá 1. jan. 1914. Áður hafði hann verið erlendis, til ])ess að búa sig undir stai'f- ið. Það er fróðlegt að minnast þess, hverjar aðstæður voru þá við röntgenstörfin. Stofnunin hafði til umráða 3 herbergi á Hverfisgötu 12. Dimmstofa var í kjallara, en röntgenstofa og biðstofa á stofuhæð. Vegna þrengsla var ekki hægt að koma inn sjúkrakistu. Þótt vinnuskil- yrði hafi þannig verið léleg, mun það þó hafa valdið enn meiri erfiðleikum, að ekki var þess kostur á þeim tíma að fá öruggan rafmagnsstraum tii vélanna.*) Trésmiðjan „Völ- undur“ miðlaði honum af veik- um mætti. Varð stundum að síma þangað tilmæli um að stöðva vélar þar, svo að nægur straumur fengist til röntgen- myndunar.** — Dr. Claessen l>rosti sínu góðláta l)rosi, þegar hann minntist ])essara bernsku- ára röntgentækninnar. En undir hinni öruggu stjórn hans óx Röntgenstofunni fiskur um hrygg ár frá ári. I byrjun bafði dr. Claessen aðeins stopula hjálp ljósmyndara, en í apríl 1916 var ungfrú Ragnheiður Þorsteinsdóttir ráðin til aðstoð- ar, og hefir hún starfað við deildina æ síðan. Það sýnir hve góður húsbóndi dr. Claessen var, því að ekki er hún ein um það að hafa unnið árum og jafnvel áratugum saman við röntgenstörf hjá honum. Hagur *) Elliðaárstöðin tók til starfa sumarið 1921. **) Fyrsta röntgen-myndin var tekin í marz 1914 af úln- lið próf. Guðm. Thoroddsen.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.