Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.1949, Qupperneq 18

Læknablaðið - 01.02.1949, Qupperneq 18
8 LÆKNABLAÐIÐ í mörg ár. Hann var lengi for- maður Læknafélags Islands og 1923—30 í ritstjórn Lækna- blaðsins. Árin 1920—1926 átti hann sæti í bæjarstjórn ILykja- víkur. Claessen iiefur greipt nafn sitt í sögu heilbrigðismálanna með hinm happadrjúgu bar- áttu sinrii við tvo landlæga sjúkdóma á Islandi, sullaveiki og geitur. Sem bæjarfulltrúi kom hann í framkvæmd banni við hunda- haldi, sem stuðlaði mjög að út- rjTningu sullaveikinnar í Heykjavik, og fékk fyrir það viðurnefnið „hunda-Herodes.“ Með kröftugum áróðri og fræðslu í dagblöðum, ásamt á- gætri skipulagningu á leil að geitnasjúklingum, afbiagðs meðferð og ötullegu eftirliti, tókst honum að losa landið við geitur, sem landlægan sjúkdóm. Nú finnast geitnasjuklingar að- eins með ára millibili. Auk þess tók Claesscu mikinn þátt í baráttunni við berkla og krabbamein á loiandi. Hann hafði forustuna i almennri fjár- söfnun 1917—1918 til kaup á radium fyrir rádiumstoi'nunina í Heykjavik. Árin 1914—1920 og aftur 1923—1926 hafði Claessen á hendi kennslu í lifeðlisfræði við Háskóla Islands. Hann var ritstjóri „Heil- brigðs Lífs“, sem er alþýðlegt rit um heilhrigðisir.ál, gefið út af Rauða Krossi Islands, og sjálfur ritaði hann mikinn hluta efnis þess. Claessen hafði mikinn áhuga fyrir að koma á líkbrennslu á Islandi, og 1934 stol'naði hann Bálfararfélag Islands, og var formaður þess til dauðadags. Þetta félag hefur nú komið upp bálstofu í Reykjavík, og svo kynlega höguðu örlögin því, að lík hans varð hið fyrsta, sem þar var brennt. Claessen beitti einnig þekk- ingu sinni í lífeðlisfræði og heilbrigðisfræði til almenn- ingsheilla með fjölda rit- smíða einkum á sviði matar- æðis, vítamín-rannsókna og al- mennrar heilbrigðisfræði. 1 sambandi við störf sín í almennum lækningum og heilsugæzlu, hefur liann birt greinar um varnir gegn berkl- um, sullaveiki og geitum. Skýrslur hans um útbreiðslu og tíðni geitna sérstaklega, eru auðugar af mikilsverðum athug- unum og nýjum tillögum. Hann var snillingur í þeirri vandasömu list, að skrifa við alþýðu hæfi. Eldlegur áhugi hans fyrir alþýðu-fræðslu, margþætt læknisfræði þekking og rótgróin menning, kemur fram í fjölda ritgerða, í íslenzk- um tímaritum og dagblöðum, þar sem hann ritar um almenna læknisfræði, heilsuvernd og heilbrigðisfræði. Cdaessen var mikill stilisti

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.