Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1951, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.12.1951, Blaðsíða 22
80 LÆKNABLAÐIÐ kynna henni sögu þess frá uppliafi, enda ætla ég ekki að reifa það frek- ar i þessu bréfi. Mér er mjög umliugað um að læknarnir, sérstaklega héraðslækn- arnir, fái glöggar og sannar upp- lýsingar um þetta, þó mér sé það auðvitað fullkomlega ljóst, að engu verður um haggað. En það gæti orð- ið til þess, að héraðslæknarnir yrðu framvegis betur á verði, ef reynt yrði siðar, að fremja svipuð spell á þeim stefnumólum, sem þeir hafa metið einna mest og verið þeim hjartfólgnust. í þessari nefnd teldi ég rétt að að minnsta kosti tveir héraðslæknar ættu sæti. í sambandi við þetta mál vil ég einnig lóta þessa getið við stjórn Læknafélags íslands: Ýmsir héraðs- læknar liafa bæði fyrr og síðar oft borið mól á það við mig, að þeir vildu stofna með sér sérstakan fé- lagsskap, eingöngu fyrir héraðs- lækna. Ég hefi jafnan verið þessu mótfallinn og álitið eða verið hræddur um, að það myndi stofna til klofnings í læknastéttinni. En nú er svo komið, að ég tel alveg óhjákvæmilegt, að þetta verði gert, ef þeim annars er nægilega annt um hagsmuni sína. Staðbundin læknafélög hjálpa að vísu nokkuð, en héraðslæknarnir sjólfir, sem heild, verða að vera á verði fyrir kjörum sínum og meðferð. Reynsl- an hefir sýnt, að öðrum er þar ekki að fullu treystandi. Ég bið svo hina virðulegu stjórn félagsins að bera fundinum alúðar- kveðjur mínar og vænti þess, að nú komi ný vakningaralda i félgsskap lækna með nýjum mönnum. Magnús Pétursson (sign.) Til Stjórnar Læknafélags íslands. Allmiklar umræður urðu um þetta bréf, og lagði dr. Helgi Tómasson til, að frestað yrði kosningu nefndarinnar. Bjrni Guðmundsson héraðs- læknir áleit, að tilgangur slíkr- ar nefndar væri að fjalla um hagsmunamál héraðslækna, en ekki það að kljúfa Lækna- félagið. Brynjúlfur Dagsson taldi að málið væri liðið hjá og að þessi nefnd hefði þegar starfað, og forðast hæri um fram allt að klofningur kæmi fram. Valtý Albertssyni varaform. fannst hréfið betur fallið til þess, að skapa úlfúð og sundr- ungu, heldur en til þess að sameina. Páll Kolka fundarstjóri vís- aði síðan málinu frá, þar til síðar á fundinum. (Framh. síðar.) brá L./. L. í. hefir verið boðið að senda einn fulltrúa á sameiginlegan fund brezka og írska læknafél. 7.—11. júh næstk. Fundurinn verður i Dublin. Dvalarkostnaður enginn meðan fundurinn stendur yfir. Læknar, sem liafa aðstöðu til að sælcja þenna fund, eru beðnir að gera stjórn L. í. aðvart liið fyrsta og eigi síðar en 15. marz n.k. Alþjóða læknafélagið (W.M.A.) hefir tilkynnt L. í. að „The Nassau Hospital" í Mineola nálægt Nevv York borg muni gefa tveimur útlend- um læknakandidötum kost á árs- dvöi við framhaldsnám i pathology. Dvöl ókeypis og 50 $ á mónuði. Nánari uppl. gefur stjórn L. í. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN H.F.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.