Læknablaðið - 01.12.1951, Blaðsíða 17
I-ÆKNABLAÐIÐ
75
streita er mikil meðal stétta
um kaup og kjör, vegna sívax-
andi dýrtíðar, og þá jafnan
hætt við að þeir, sem ekki ota
fram sínum tota, beri skarðan
hlut frá horði. A ég þar eink-
um við héraðslækna, því að
læknar í Reykjavík hafa með
sér allöflugan félagsskap, og
praktísérandi læknar út um
land hafa i mörgum tilfellum
getað stuðst við samninga L. R.
við sjúkratrvggingar.
Síðan á aðalfundi 1948 hafa
margir góðir collegar fallið i
valinn, sumir eftir langan og
strangan vinnudag en aðrir á
léttasta skeiði. Þessir hafa lát-
izt:
Matthías Einarsson yfirlækn-
h', Reykjavík.
Helgi Guðmundsson læknir,
Keflavík.
Pétur Magnússon aðstoðarl.,
Landsp., Reykjavík.
Valtýr Valtýsson héraðsl.,
Kleppj árnsreykj um.
Eiríkur Ivjerulf læknir, Rvik.
Jón Geirsson læknir, Akur-
eyri.
Hallgrimur Guðmundsson
eand. med., Reykjavík.
Skarphéðinn Þorkelsson hér-
aðsl., Höfn, Hornafirði.
Harald Wigmoe læknir, Rvík.
Ingólfur Gislason fyrrv. hér-
aðsl. i Rorgarnesi, búsettur i
Reykjavík.
Ég vil biðja fundarmenn að
uiinnast þessara látnu félaga
með því að rísa úr sætum sín-
um.“
Var það síðan gert.
„Um nýja félaga er mér ó-
kunnugt, þar sem plögg félags-
ins eru enn að mestu í höndum
fráfarandi formanns.
Þó að það hafi orðið mitt
hlutskipti að setja þennan fund
vegna forfalla formanns, verð-
ur ritari að skýra frá störfum
félagsins undanfarin ár, þar
sem ég hefi hvergi nærri
stjórnarstörfum komið.
Þess skal getið, að draga má
í efa að fundurinn sé löglega
boðaður, og mun vanta 4 daga
til að svo sé, en tilmæli frá
Magnúsi Péturssyni um að
koma á fundi bárust svo seint,
að lítill tími var til undirbún-
ings, en nauðsynlegt þótti,
vegna héraðslækna, að fundur
kæmist á í þessum mánuði, og
brýna nauðsjm bar til að halda
fund á þessu ári, vegna aðkall-
andi stéttarmála. Læknar, sem
ég ræddi þetta mál við, töldu
slíkt formsatriði litils virði,
borið saman við þá félagsnauð-
syn að koma á fundi bið bráð-
asta. Ef einhverjir eru hér á
annarri skoðun, eru þeir beðnir
að segja til í tima, en hreyfi
cnginn andmælum, telst það
samþykki þess, að fundurinn
megi starfa sem löglegur aðal-
fundur.“
Engin mótmæli komu fram.
Stakk varaformaður síðan upp
á Páli Kolka liéraðslækni sem