Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1954, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.10.1954, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 131 orðum. Má vera að ekki séu öll kurl komin til grafar 1952 en vart mun það koma að sök*). Myndin sýnir í fyrsta lagi hraðhækkandi dánartölu með aldrinum. Undir þrítugsaldri eru illkynja iinein fátíð; eru flest þeirra sarkmein. Milli þrítugs og fertugs kveður enn ekki mikið að þeim, dánartal- an er þá undir 40 af 100000, en hækkar jafnt og þétt í um og yfir 1000, er komið er vfir sjö- tugsaldur. Karla megin er dánartala síðasta tímahilsins (1946—’52) lægst, eða því sein næst, í öllum aldursflokkum fram til sjö- tugs. I efsta aldursflokknum einum liefir dánartalan stöð- ugt farið hækkandi, úr 867/ 100 000 1916—’25 í 1358 1946— —’52. Líkt verður og upp á teningnum um konur. Þar gæt- ir þó einnig nokkurrar hækk- unar í aldursflokknum 60—70 ára fram til 1936—’45. í efsta aldursflokknum nær hækkun- in heldur ekki til síðasta tíma- hilsins. Vegna mannfæðar má alltaf húast við nokkrum sveiflum á dánartölum aldursflokkanna, enda þótt um 10 ára meðaltöl *) Síðan liafa fáein dánarvottorS frá 1952 komið frain til viðbótar og mun varla von á fleirum. Hafa tölur nii verið leiðréttar með tilliti til þess. En svo smávægilegar eru breyt- ingarnar að þeirra befði ekki gætt á myndunum. sé að ræða. Virðist þó mega ætla, að frekar en hitt hafi ver- ið um raunverulega lækkun að ræða fram til efstu aldurs- flokkanna, ekki sízt er þess er gáð, að framtal hefir að lík- indum verið ófullkomnara fvrri árin. En hvað veldur þá hækkun- inni í efsta aldursflokknum? Enda þótt fullnaðarárangur af læknisaðgerðum sé vart mikill ennþá, má ætla að áhrifa þeirra gæti nokkuð í tilfærslu dauðsfalla milli aldursflokka upp á við. Slík tilfærsla mundi þó varla skýra hækkunina nema að mjög litlu leyti. En hér kemur annað til. Dánarskýrslur hera það ljós- lega ineð sér, að greining hana- meina aldraðs fólks liefir ver- ið mjög ófullkomin áður fyrr, en með hverjum áratug er sýnileg framför í því efni. — Kemur þetta einkum fram í lækkun „ellidauðans“, sem er miklu meiri í efsta aldurs- flokknum en svarar til liækk- unar krabbameinsdánartöl- unnar eins og sjá má á töflu I. Auk þessa hefir svo óþekkt- u|m og ótilgreinduni hanamein- um fækkað úr 5,8% allra hana- meina í 1,8% — eða, sé miðað við fólksfjölda, úr 80,5 per 100 000 í 7,4 (1946/50), en hvernig þau skiptast eftir aldri og kyni verður ekki séð af skýrslum Hagstofunnar. Þegar á allt þetta er litið,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.