Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1954, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.10.1954, Blaðsíða 11
L Æ Iv N A B L A Ð I Ð 137 urinn á tíðni æxla í öndunar- færuni karla. Lægst er hlut- fallstalan á íslandi, 5,4%, og litlu hærri i Noregi, 5,9%, en langhæst í Englandi og er þar 25% (mun þó enn hafa hækk- að nokkuð). Tala þessara æxla hefur víða hækkað allverulega hin síðari ár. Ilvort svo hafi einnig verið hér á landi, verður ekki ráðið af dánarskýrslum vegna þess, hve oft vantar stað- greiningu eins og áður var sýnt. þess skal getið, að i þessum flokki eru ekki aðeins krahha- mein í lungum og lungnapip- um lieldur og illkynja æxli ann- ars staðar í öndunarfærum, þar á meðal i mediastinum og pleura. Hér voru um % þess- ara æxla talin lungnaæxli (ca pulm. s. bronchi) 1949/52, en aðeins i einu af 14 slíkum til- fellum var greint, að um stað- kömið æxli væri að ræða. Hin lenda því i flokknum nr. 163. Eftirtektarvert er það, að þrátt fyrir mjög mikla aukn- ingu þessa flokks i Englandi á síðustu áratugum, t. d. úr ca. 9% 1931 í 25% allra illkynja meina karla 1949, mun stand- arddánartala krabbameins ekki hafa hækkað nema lítið eitt. Að endingu skal vikið noklcr- um orðum að ritun dánarvott- orða samkvæmt liinum nýju reglum. Verður þó tínians vegna aðeins hent á nokkur at- riði varðandi illkynja æxli. Fyrst er þá það, að ávallt her að staðgreina meinið eins nákvæmlega og unnt er. En ekki er það næg staðsetning að kenna það við líkamshluta, þar selm mörg og óskyld líffæri koma til greina. Þótt ritað sé t. d. ca colli, hrachii, abdom- inis etc, gefur það litlu meiri upplýsingar um uppruna meinsins en þótt meinið væri óstaðgreint og t. d. aðeins ritað carcinoma, eða tumor malign- us. Enda verða slík vottorð ekki flokkuð nánar og teljast sem: „Illkynja æxli í öðrum og ekki nánara greindum líf- færum“, nr. 199. Þó að það séu metastases, sem valda dauða, t. d. eftir að frumæxlið hefur verið brctt- numið, skal ávallt geta upp- runastaðar. Ef um líffæri er að ræða, svo sem lifur eða lungu, sem oft er aðsetur aðkomins meins, skal taka það sérstaklega fram, hvort talið sé að meinið sé þar staðkomið eða aðkomið, en þyki óvíst hvort heldur sé, skal þess getið (sbr. nr. 155 og 156, 162, 163 og 165). Að gefnu tilefni skal hent á að rita ekki ca uteri nema ekki sé vitað nánara um uppruna- stað, annars sé ritað t. d.: Ca cervicis uteri, eðacorporisuteri eftir því sem við á. Ekki nægir heldur að rita: Ca. intestini, heldur t. d. ca. intest. tenui, crassi, coli eða recti etc.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.