Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1954, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.10.1954, Blaðsíða 12
138 LÆKNABLAÐIÐ Blódflokkar 3í)02 íslenzkra kvenna Yfirlit. Á athugunum og yfirlitum, sem gerð hafa verið um dreif- ingu hlóðflokka meðal þjóða og kynstofna sést, að þar er um að ræða ríka kynþáttaeigin- leika, en viða verða þar stórar sveiflur á, jafnvel innan tak- markaðra svæða og einnig jafnvel eftir stéttum, eins og t. d. í Indlandi, þar sem hinar mismunandi stéttir þjóðfélags- ins hafa einangrazt af trúarleg- um ástæðum (11). Ýmislegt varðandi dreifingu ABO-blóð- flokka og Rhesus-eiginleikans gefur í skjm, að upphaflega hafi verið um að ræða 2 eða fleiri „genotypiskt“ ólíka ætt- hálka með mannkyninu, hvað viðvíkur erfðum þessara eigin- leika. Þannig virðist B-flokk- urinn vaxa að hundraðstölu eftir því sem austar dregur á meginlandi Eurasíu, í Vestur- Heimildir. Mannfjöldaskýrslur Hagstofunnar 1916—1950. Epidemiological and Vital Statis- tics Reports (WHO) V. No. 1— 2, 1952. Dánarvottorð lækna og dánarskýrst- ur presta árin 1919/22. 1929/32, 1939/42 og 1949/52. Evrópu eru í flokki þessum 7—10%, en þegar komið er til Moskvu, eru 23%, og austur í Peking allt að því 35% í B- flokki (6, 9, 10, 11, 13). í hinni blönduðu, hvítu j)jóðasamsteypu New York- borgar fann Wiener þá skipt- ingu, sem síðan hefir verið al- mennt staðfest, að um 85% hvítra eru Rhesus-jákvæðir, þ. e. hafa í hlóði sínu Rh-antigen, og þá langsamlega flestir af tegundinni Rh0, eins og síðar mun nánar vikið að, en 15% eru Rhesus-neikvæðir, þ. e. vantar þessi antigen (12). Á þessu er einnig talsverður kynþáttamunur. Baskar á Norður-Spáni hafa langhæsta hundraðstölu Rhesus-nei- kvæðra, eða rúm 30% (11). — Meðal svertingja í New York er tala Rhesus-jákvæðra 92— 95%. Meðal Kínverja (einnig í New York) er tala þessi um 99%, og hjá Japönum svipuð. Er þar athyglisvert, að ekkcrt ber þar á Rh0 (öðru nafni I)), sem er það „gen“ í Rhesus kerfinu, er liefir mesta þýðingu við mótefnamyndun í blóði, ])á er veldur erythro- hlastosis fœtalis. Enda virðist sá sjúkdómur ákaflega sjald-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.