Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1954, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.10.1954, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 141 ina í heild staðfesta tölur Stefáns Jónssonar. Við Rhesus-ákvörðunina á 205 Islendingum kom í Ijós, að algengasta „phenotype“ var CDe/cde (33%), en alls er sam- bærileg hundraðstala Rhesus- jákvæðra (Rh0-positivo), 84,37%. Samkvæmt þvi ætli hundraðstala Rhesus-nei- kvæðra í hópi þessum að vera 15.63%. Fyrirliggjandi athugun. Tilgangurinn var að fá tölu- lega yfirsýn yfir dreifingu að- alhlóðflokka og Rhesus-eigin- leika hjá hópi af íslenzku fólki, sem ætla mætti, að gæfi nokkuð rétta mynd af þjóð- inni i heild. Á fæðingardeild Lands- spítalans í Reykjavík eru allar konur, sem leggjast inn og þær, er skoðaðar eru i skoðun van- færra, hlóðflokkaðar og einn- ig gerð Rhesus ákvörðun á hlóði þeirra. Rannsóknir þess- ar eru gerðar á Rannsóknar- stofu Háskólans, forst. próf. N. Dungal. Hjá hópi þessum, sem a. ö. 1. er óvalinn, eru rannsóknir gerðar af sama starfsfólki, við sömu skilyrði og með notkun sömu mótefna: Anti-A- og anti-R-sera eru framleidd af Rannsóknarstof- unni, en anti-Rh.-serum er á- vallt á tímabili því, er athuguu þessi nær til, famleitt af Wien- er Serological Laboratory, Brooklyn. Alls var farið vfir niðurstöð- ur frá 4142 manns, sem sent hefir verið til hlóðflokkunar á árunum 1950—1952, frá Fæð- ingardeild Landspítalans. Langmestur hluti fólks þessa voru vanfærar konur, rannsak- aðar í sambandi við skoðim vanfærra, en einnig er nokkur hlutinn kvensjúkdómasjúkl- ingar, sem lagzt hafa á deild- ina á sama tíma. Lenda þær vitanlega flestar í hæstu ald- ursflokkunum og valda því að aldursflokkunin gefur ekki rétta hugmynd um aldursskipt- ingu vanfærra kvenna. Niðurstöður voru hornar saman í spjaldskrám Blóð- bankans (áður Rannsoknar- stofunnar), flokkunarbókum Fæðingardeildarinnar og einn- ig athugaðar sjúkraskrár i ölí- um vafatilfellum. Þannig úli- lokast 139 af einstaklingum þessum af ýmsum sökum, „ó- fullnægjandi svörun“, „brotin glös“, „nafn vantar“, o. fl., en 41 einstaklingar eru karlar, eiginmenn kvenna, sem athug- aðir liafa verið, oftast vegna gruns um incompatibilitas. Hins vegar hefir í aldursflokk- uninni ekki verið sleppt 25 konum, sem óvíst er um aldur á, vegna þess að þær finnast

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.