Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1955, Síða 8

Læknablaðið - 01.12.1955, Síða 8
1-18 LÆKNABLAÐIÐ chinidin meðferð. Höfuðverk- anir digitalis eru á leiðslukerfi hjartans og á vöðvann. Lyfið verkar lamandi á leiðslukerf- ið, hraðsláttur minnkar og við- námsbilið styttist, gagnstætt því, sem áður hefur verið liald- ið fram, samdrátturinn styrk- ist, útfallið (,,slagvolum,en“) eykst, þvaglát sömuleiðis, og minnka eða hverfa þannig veiklunar (insufficiens) ein- kenni hafi þau verið fvrir. Digitalis á fj'rst og fremst að nota, ef hjartað er veiklað og hj artslátturinn hraður, en margir ráðleggja að nola digi- talis alltaf á undan cliinidini. Það er vegna þessa: Digitalis verkar örfandi á vagus, en chinidin verkar letjandi á vag- us og hjartavöðvann. Þó lyfin verki þannig gagnstætt á vagus, geta þau hvort um sig valdið tachycardi og fibrillatio ventri- culorum. Áhættan af chinidin meðferðinni ætti að vera minni, ef sjúklingurinn er undir áhrifum digitalis. Það er því óhætt að segja, að digitalis meðf.erðin sé undirbúningur undir cliinidin meðferð. Chinidin verkar að ýmsu leyti gagnstætt digitalis. Verlc- un þess á leiðslukerfi hjartans er þannig, að viðnámsbilið lengist, kemur þetta í ljós á hjarta rafriti þannig að Q-T hilið stækkar. Lyfið verkar letjandi á S-A hnútinn og á leiðslukerfið hæði í fram- og afturhólfum, og í stórum skönnntum verkar chinidin lamandi á spennu og samdrátt hjartavöðvans. Með dýratil- raunum liefur verið sýnt fram á það, að sé viðnámshilið stytt, þá byrja framhólfin að flökta, sé það lengt, hætta þau að flökta og hjartað tekur að slá með sinusrhythmus. Þetta skýrir þrennt. í fyrsta lagi, hvernig á þvi slendur að digi- talis breytir „flutter“ i fibrill-a- lio, í öðru lagi að digitalis breytir stundum sinusrhythm- us í fibrillatio og i þriðja lagi hv.ernig chinidin breytir fibr- illatio i sinusrhytlnnus. Árið 1914 tók þýzki læknir- inn ‘Wenchebach eftir því, að chinin gat liaft áhrif á arhyth- mia perpetua, en það var Frey sem fyrstur bvrjaði að nota cliinidin og setti meðferðina í kerfi árið 1918. Á næstu tveim áratugum var það einkum í Wien, og þar sem áhrifa þaðan gætti mest, að chinidin var not- að, en i engilsaxnesku löndun- um og á Norðurlöndum var lyfið lítið notað fram að sið- ustu heimsstyrjöld. T. d. skrif- ar enski hj artalæknirinn Lewis árið 1934: „chinidin is a drug which should not be admini- stered often , for it somelimes produces undesirable results“, og árið 1938 skrifar ameriski hjartalæknirinn Wliite: „If the patient with auricular fibril- lation has had no congestive

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.