Læknablaðið - 01.03.1958, Síða 20
24
LÆKNABLAÐIÐ
an með kanylu í 2 mánuði,
vegnar nú vel, en hefur barka-
fistil ennþá.
Um gang sjúkdómsins og epi-
demiologiu er eklci mikið ann-
að að segja en það venjulega.
Gastroenteritis gekk ekki sam-
tímis, en töluvert var um catarr-
lialia. Á deildinni var myalgia
epidemica greind hjáð sjúkling-
um, kliniskt, en ekki virologiskt.
Byrjunareinkennin voru þau
venj ulegu, hiti, höfuðverkur,
oft uppsala, vöðvaverkir og
meningitis-einkenni. Difasiskur
gangur var aðeins lijá 3 sjúk-
lingum. Kontakt tilfelli voru
engin. Algengt var að eitt syst-
kyni af mörgum veiktist, eins
voru 3 fullorðnir, sem veiktust
alvarlega, en börn þeirra ekki,
voru þó 2—4 börn á heimilun-
um. Utan af landi komu t. d.
2 sjúklingar, annar frá Laugar-
vatnsskóla en hinn frá Mennta-
skóla Akureyrar. Aðrir veiktust
elcki, a. m. k. kliniskt, í þessum
skólum. Þetta eru engin eins-
dæmi úr poliomyelitis farsótt-
um.
Á skýrslur landlæknis komu
frá Reykjavík og nágrenni alls
421 sjúklingar með poliomye-
litis, þar af 68 lamaðir. Af þess-
um f j ölda voru alls 89 sj úkling-
ar vistaðir á spítala vegna polio-
myelitis, þ. e. 21%. Þetta er lág
innlagningartala, óhugnanlega
lág„ að mínum dómi. Til sam-
anburðar skal þess getið, að í
farsóttinni iKaupmannahöfn ár-
ið 1952, voru 2899 sjúkl. skráð-
ir, og 2830 voru vistaðir á Bleg-
damshospitalet, eða nærri
100%. Þetta sýnir, að Hafnar-
læknarnir liafa litið sína farsótt
töluvert alvarlegri augum en
við okkar. Vonandi eigum við
ekki að mæta svona farsótt aft-
ur, en við getum alltaf átt von
á einstökum tilfellum. Nú vil ég
ekki lialda þvi fram, að það sé
lífsnauðsynlegt að leggja alla
sjúklinga á spítala, en ég vil
vekja athygli á því, að í byrjun
er afar erfitt að átta sig á því,
hvaða gang sjúkdómurinn ætl-
ar að taka. Ég rak mig illa á það
í fyrra. 1 hyrjun október hringdi
kvöldlæknirinn til mín og bað
mig um að líta á sjúkling, sem
hefði byrjandi poliomyelitis.
Þetta var 8 ára gamall drengur,
ekki mikið veikur að sjá,
hnakkastífur, með vöðvaverki
og vafasama lömun á öðrum
liandlegg. Þetta var seint um
kvöld, mér fannst ekki bráð
þörf á sjúkrahúsvist strax og
ákvað að lofa drengnum að sofa
rólega heima um nóttina. —
Snemma næsta morgun leit ég
til lians. Þá var hann lífshættu-
lega veikur. Báðir liandleggir
voru lamaðir, hann liafði önd-
unarerfiðleika, var gráblár í
andliti og með rök lungu. Hann
var vistaður á spítala og dó þar
næsta dag.
Nú vilja menn fá að vita,