Læknablaðið - 01.12.1958, Page 10
116
L Æ K N A B L A Ð I Ð
p.kki gat sjúltl. beitt nál full-
komlega fyrr en eftir 4 mánuði
og dofi hvarf 6 mánuðum eftir
aðgerðina.
Við skoðun tæpum 8 mánuð-
um eftir aðgerð, er sjúkl. ein-
kennalaus, en nokkur atrofi er
ennþá í thenar-vöðvum, en
kraftur virðist eðlilegur.
2. Fjörutíu og sjö ára kona,
gift verkamanni, með mjög
svipaða sjúkrasögu og að fram-
an segir. Einkenni liöfðu þó
staðið í 3—4 ár og sjúkl. ver-
ið sæmileg með köflum. Undan-
farna 3 mánuði eklci getað hald-
ið á nál. Verst af verkjum um
nætur. Venjuleg fysioterapi og
vitamíngjöf ekki borið neinn
árangur.
Við skoðun sést mikil rýrn-
un á thenar-vöðvum h. handar
og mikið til uppliafið snerti-
skyn á 2. og 3. fingri. Hinn
31. okt. ’57 var gerð transcisio
ligamentum carpi vol. dxt. am-
bulant í staðdeyfingu. Strax eft-
ir 3 vikur fór dofatilfinningin
að minnka, og eftir 1 mánuð
fór sjúklingur að geta saumað
og prjónað. Við skoðun 10. marz
’58 var rýrnun á thenarvöðvum
horfin og kraftar eðlilegir við
opponeringu á þumalfingri.
Ekki var þá hægt að finna neina
snertiskynstruflun, en sjúkl.
finnst tilfinning ennþá vera að
aukast í fingrunum.
3. Þrjátíu og eins árs kona,
vanfær, er komin 8 mán. á leið.
Kemur í sjúkrahúsið vegna
blæðinga og reynist vera með
fyrirsæta fylgju. Gerður er
keisaraskurður og beilsast kon-
unni vel. Sjúkl. hefur miklar
parestesiur, svarandi til median-
ustauganna á báðum höndum,
sem eru verstar á nóttunni.
Þetta hefur komið á seinni hluta
meðgöngutímans. Sjúkl. fékk
fysiotlierapi eftir leguna liér, og
varð góð á nokkrum vikum.
Sennilega var óþarfi að gefa
fysiotherapi, því að einkenni
hefðu batnað, þegar orsökin —
graviditas — var upphafin.
4. Fimmtugur karl, hóndi.
Hefur um hálfs árs skeið þjáðst
af dofa og verkjum í 3 mið-
fingrum beggja handa, en þó
meir í h. liendi. Verstur á nótt-
unni. Við skoðun er ekkert að
finna, nema minnkað snerti-
skyn á svæði nervus medianus
— í lófa h. liandar.
Fékk gipsspelku á Iiandlegg
til að nota á nóttunni og batn-
aði nokkurn veginn á 1 mánuði.
— Þrem mánuðum síðar eru
einkennin komin aftur.
5. Ilúsfreyja, 48 ára. Ilún
hefur um 4 mánaða tíma haft
óþægindi frá báðum Iiöndum
með parestesium svarandi til
nerv. med. Verst á næturnar, og
á þá oft erfitt með að sofa. Eng-
in obj. einkenni að finna. Fékk
gipsspelkur, sem hún gekk með
í 2 vikur, en hafði síðan aðeins
á næturnar. Leið vel fyrst, en
þreyttist á að nota spelkurnar
og liefur þá versnað aftur. Þarf