Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1958, Síða 14

Læknablaðið - 01.12.1958, Síða 14
120 LÆKNABLAÐIÐ faraldrar verið raktir i Dan- mörku5). Eftir smitun myndast mótefni í blóði, sem hægt er að finna eftir vissan tíma frá smitun. Mótefnið, sem finnst með Sa- bin-Feldman litunaraðferðinni, finnst fljótt eftir frumsmitun; venjulega 1—2 vikur, en com- plement fixations mótefnið finnst talsvert seinna, eða ekki fyrr en nokkrum vikum eftir smitun. Bæði mótefnin geta ver- ið í talsverðu magni (liáum tit- er) í blóðinu í nokkur ár°). Complement mótefnið hverfur síðan algjörlega, en litarmót- efnið minnkar smám saman, en hverfur venjulega aldrei úr blóðinu. Sabin7), sem einna mest befur rannsakað toxo- plasmosis, heldur því fram, að jafnvel veikl jákvætt litunar- próf bendi á smitun af toxo- plasmosis, og að jafnvel comple- ment próf í titer 1: 2 sé einkenn- andi (specific) fyrir toxoplasm- osis. Við augnsjúkdóma af toxo- plasmosis-uppuna, er oft litið magn af mótefni í blóðinu og eingöngu litunarprófið jákvætt, eins og við meðfæddu sjúkdóms- myndina, er sjúkdómurinn tek- ur sig upp að nýju síðar i lif- inu. Þar eð bólga í augum er á tiltölulega litlu afmörkuðu svæði, livetur hún til mjög lít- illar almennrar mótefnamynd- unar i blóði. Til er húðpróf lil að greina toxoplasmosis smit- un, sem bvggist á svipuðum lög- málum og berldahúðprófið, og talið vera allnákvæmt. Blóðvatnsrannsóknir, ræktun og húðpróf meðal manna, fugla og spendýra (bæði viltra og taminna) bafa sýnt, að toxo- plasmosis er bæði tíð og út- breidd smitun. Feldman og Mil- ler8) gerðu nýlega (1956) blóð- vatnsathuganir meðal 10 þjóða (þar á meðal Islendinga) og 24 dýrategunda, og notuðu þeir lit- unaraðferðina. Jákvætt litunar- próf var tiltölulega sjaldgæft meðal Eskimóa (0%), Navajo Indíána (4%) og Islendinga (11%), en mun hærri hundr- aðstala meðal Bandaríkja- manna (17—35%) og einkar há meðal Haitibúa (36%) og Hon- durasbúa (64%). Alls var blóð frá 108 Islendingum rannsak- að. Af þeim fannst nokkuð mót- efni í 16 (15%), en titer 1:16 eða hærri fannst í 12 blóðsýnis- hornum (11%). Öll voru þessi blóðsýnishorn tekin úr „lieil- brigðum“ einstaklingum. Af dýrum frá ýmsum löndum (rottum, köttum, hundum, kindum, nautgripum o. f 1.), sem blóð var rannsakað frá, sam- tals 801 blóðsýnishorn, reynd- ust 23% með mótefni gegn toxo- plasmosis, en þó all-misnnm- andi eftir dýrategundum og heimkynnum. I þessari rann- sókn var hlóð frá dýrum ekki rannsakað frá Islandi.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.