Læknablaðið - 01.12.1958, Qupperneq 20
122
LÆKNABLAÐIÐ
með augnvökvanum og ráðast
á n)'r svæði í augunum. Bólgan
byrjar í retina, sem síðar breið-
ist niður i chorioidea. Bólgu-
blettirnir eru misstórir, oftast
meðfram æðunum og í regio
macularis. Bráða (akúta) stigið
stendur 2—3 mánuði. Bólgan
hjaðnar og skilur eftir sig ljós-
leita skellu með litarefni á jöðr-
unum eða einungis svarta litar-
skellu. „Pseudocystur" geta
fundizt i nágrenni við gróna
bólgubletti, þar sem snýldarnir
liggja í dróma og eru umlukt-
ir bimnu, sem litast með silfur-
samböndum.
Toxoplasmosis í augum eldri
barna uppgötvast í fyrsta lagi
ef barnið fær strabismus, sem
orsakazt hefur af bólgu i ma-
cula lutea og nágrenni. Skarpa
sjón augans dofnar mjög, og
geta augun af þeim sökum ekki
unnið saman. Sjást bólgubreyt-
ingarnar auðveldlega við augn-
speglun. í öðru lagi þekk-
ist sjúkdómurinn í sambandi
við minnkaða sjón á öðru eða
báðum augum, er uppgötvast,
þegar barnið fer að ganga i
skóla. Gamlar bólgubreytingar
sjást í augnbotnunum. í þriðja
lagi við sjóntap, sem smá eykst
hjá börnum og unglingum.
Bannsókn leiðir í ljós gamla og
nýja bólgubletti í retina. Tíðum
kemur bólgan á þá staði í aug-
unum, sem bindra ekki sjón, og
viðkomandi veit e.t.v. ekki, að
hann hafi nokkurn tírna fengið
bólgu í augun. Gamlir bólgu-
blettir uppgötvast þá síðar í lif-
inu við augnspeglun.
TOXOPLASMOSIS ACQUI-
SITA. Eins og að framan get-
ur, er stundum erfitt að greina,
hvort um nýja smitun er að
ræða, eða meðfædd smitun lief-
ur tekið sig upp, og á það eink-
um við um augnsjúkdóma, er
litil mótefnamyndun á sér stað
i blóðinu. Toxoplasmosis acqui-
sita getur komið fram í ýms-
um myndum, og eru þessar
belztar:
Toxoplasmosis acquisita lym-
phonodosa er sú sjúkdóms-
mynd, sem er algengust í þess-
um flokki. Samkvæmt rann-
sóknum frá Danmörku (Siim)5)
á rúmlega 100 tilfellum af þess-
um sjúkdómi, er liægt að flokka
liann í a. lympliadenitis með
liita, b. lymphadenitis án hita
og c. subclinical mynd. Aðalein-
kenni eru eitlastækkun og slen.
Hiti getur verið 38—40° í nokkr-
ar vikur. Eitlarnir eru vanalega
ekki aumir viðkomu. Eitla-
stækkun er stundum almenn, en
stundum aðeins eitlastækkanir
í einstaka svæðum líkamans.
Sjúkdómur þessí er fremur
meinlítill (benign) og lætur sig
alltaf án meðferðar og án nokk-
urra fvlgikvilla. Siim gat ein-
angrað toxoplasma-snýkla frá
eitlum í mörgum sjúkdóms-
tilfellunum. Augnbólgur eru
mjög sjaldgæfur fylgikvilli með
þessum sjúkdómi.