Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1968, Page 35

Læknablaðið - 01.02.1968, Page 35
LÆKNABLAÐIÐ 11 Paceing Paceing getur verið þrenns konar, og eru því P-M gerðir með þrennu móti. Ég ætla nú í stórum dráttum að skýra frá þeim. 1) Asynchron P-g. P-M af þessari gerð hafa ákveðinn straumstyrkleika og fjölda ertinga (stimuli). Sumar gerðir, t. d. Medtronic (Chardack-Greatbatch), eru þó þannig, að hægt er að breyta hvoru tveggja með „percutan“-aðferð. Skrúfjárni, sem er svipað og nál í laginu, er stungið inn í P-M á ákveðnum stöð- um, og með því að skrúfa á venjulegan hátt, má hækka eða lækka straumstyrkleikann og fjölda ertinganna. Á oscilloscopi og hjartarafriti má fylgjast með þessu. Breytingu á straumstyrk- leika er þó aðeins hægt að dæma í stórum dráttum. Þessa gerð P-M rná nota t. d. við algjöra A-V stöðvun með S-A köstum, en ekki þegar skiptist á sinushjartsláttur og hjart- sláttarköst (t. d. ventrikular tachycardia eða fibrillation). 2) Synchron P-g. Þar stjórnast P-M ertingarnar af afturhólf- unum (atria cordis, P á Ekg.). Þetta mætti ef til vill álíta beztu aðferð við P-g. Á henni er þó stór galli, en hann er sá, að P-M stjórnast einnig af sjúklegum slætti í afturhólfunum. Þessa P-M má nota hjá sjúklingum, þegar hjartavöðvinn er ekki mjög skemmdur og sláttur afturhólfanna er reglulegur, en sláttur fram- hólfanna óreglulegur; einnig hjá sjúklingum með A-V stöðvun sem afleiðingu hjartaskurðaðgerðar. 3) Demand P-g (sem einnig er kallað í ritsmíðum á ensku „stand by“, „ventrikular inhibited“, „R. top“). Segja má, að þessi gerð P-g sé einnig asynchron, en er þó háð slætti framhólfanna. Ertingartíðni hvers P-M tækis er ákveðinn, en framleiðendurnir hafa hana ekki alltaf þá sömu. T. d. hafa Medtronick og Elema hana 60/mín., en Ventricor 70/mín.° Ef sláttur framhólfanna fer fram úr ertingartíðni P-M, stöðvar þetta P-M ertinguna og kemur á þann hátt í veg fvrir, að hún valdi samdrætti hjá framhólfunum. Þessa P-M er sjálf- sagt að nota, þegar skiptist á A-V stöðvun og sinushjartsláttur. Þetta á einkum við hjá sjúklingum með A-V stöðvun eftir krans- æðastíflu, en þessum sjúklingum hættir mjög til óreglubundins hjartsláttar vegna lágs ertingarþröskulds. Asynchron eða syn- chron P-g geta í þessum tilfellum haft hættur í för með sér. Ytri (external) P-g. Ekki er hægt að láta hjá líða að minn- ast á ytri P-g, sem oft þarf að grípa til í fyrstu, meðan verið er að undirbúa skurðaðgerð og innleggingu (implantation) innri P-M.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.