Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1968, Síða 35

Læknablaðið - 01.02.1968, Síða 35
LÆKNABLAÐIÐ 11 Paceing Paceing getur verið þrenns konar, og eru því P-M gerðir með þrennu móti. Ég ætla nú í stórum dráttum að skýra frá þeim. 1) Asynchron P-g. P-M af þessari gerð hafa ákveðinn straumstyrkleika og fjölda ertinga (stimuli). Sumar gerðir, t. d. Medtronic (Chardack-Greatbatch), eru þó þannig, að hægt er að breyta hvoru tveggja með „percutan“-aðferð. Skrúfjárni, sem er svipað og nál í laginu, er stungið inn í P-M á ákveðnum stöð- um, og með því að skrúfa á venjulegan hátt, má hækka eða lækka straumstyrkleikann og fjölda ertinganna. Á oscilloscopi og hjartarafriti má fylgjast með þessu. Breytingu á straumstyrk- leika er þó aðeins hægt að dæma í stórum dráttum. Þessa gerð P-M rná nota t. d. við algjöra A-V stöðvun með S-A köstum, en ekki þegar skiptist á sinushjartsláttur og hjart- sláttarköst (t. d. ventrikular tachycardia eða fibrillation). 2) Synchron P-g. Þar stjórnast P-M ertingarnar af afturhólf- unum (atria cordis, P á Ekg.). Þetta mætti ef til vill álíta beztu aðferð við P-g. Á henni er þó stór galli, en hann er sá, að P-M stjórnast einnig af sjúklegum slætti í afturhólfunum. Þessa P-M má nota hjá sjúklingum, þegar hjartavöðvinn er ekki mjög skemmdur og sláttur afturhólfanna er reglulegur, en sláttur fram- hólfanna óreglulegur; einnig hjá sjúklingum með A-V stöðvun sem afleiðingu hjartaskurðaðgerðar. 3) Demand P-g (sem einnig er kallað í ritsmíðum á ensku „stand by“, „ventrikular inhibited“, „R. top“). Segja má, að þessi gerð P-g sé einnig asynchron, en er þó háð slætti framhólfanna. Ertingartíðni hvers P-M tækis er ákveðinn, en framleiðendurnir hafa hana ekki alltaf þá sömu. T. d. hafa Medtronick og Elema hana 60/mín., en Ventricor 70/mín.° Ef sláttur framhólfanna fer fram úr ertingartíðni P-M, stöðvar þetta P-M ertinguna og kemur á þann hátt í veg fvrir, að hún valdi samdrætti hjá framhólfunum. Þessa P-M er sjálf- sagt að nota, þegar skiptist á A-V stöðvun og sinushjartsláttur. Þetta á einkum við hjá sjúklingum með A-V stöðvun eftir krans- æðastíflu, en þessum sjúklingum hættir mjög til óreglubundins hjartsláttar vegna lágs ertingarþröskulds. Asynchron eða syn- chron P-g geta í þessum tilfellum haft hættur í för með sér. Ytri (external) P-g. Ekki er hægt að láta hjá líða að minn- ast á ytri P-g, sem oft þarf að grípa til í fyrstu, meðan verið er að undirbúa skurðaðgerð og innleggingu (implantation) innri P-M.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.