Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1968, Side 48

Læknablaðið - 01.02.1968, Side 48
22 LÆKNABLAÐIÐ millilið eins og lungnaormar, sem eru ýmsar lýs. Stundum finnst mikið af þessum bandormi í mjógörnum lamba, en ekki er talið, að hann geri þeim neinn verulegan skaða. Af þeim ormum, sem hér hefur verið minnzt á, hafa nokkr- ar tegundir fundizt í mönnum: 1) Fjórar tegundir af hárormum: Trichostrongylus colibri- formis. T. vitrinus, T. proboturus og T. axei. Af þeim eru tvær tegundir algengar í fé hér á landi og efalítið eitthvað til af þeim í fólki. 2) Mecistocirrus digitatus er náskyldur flækjuormi og hefur fundizt í fólki í Austurlöndum. 3) Tvær tegundir skyldar bitorminum finnast i mönnum: Ancylostoma duodenale og Ancylostoma braziliense. 4) Þrj ár tegundir af ættkvísl langaormsins koma fyrir í fólki: ösophagostomum apiostomum, ö. brumpti og ö. stephan- ostomum. 5) Loks hefur halaormur einnig fundizt í fólki og er nefnd- ur Trichuris eða Trichocephalus hominis. Auk þeirra orma, sem hér hefur verið greint frá, hafa fund- izt í kindum einstakir eða fáeinir ormar af öðrum tegundum. Af Cooperia oncophora hafa t. d. enn aðeins fundizt þrír eða fjórir ormar í kindum hér á landi, og hafa þeir ef til vill aðeins borizt í kindur af tilviljun, því að þessir ormar virðast vera nokkuð algengir hér í nautgripum. önnur tegund af Cooperia er aftur á móti alltíð í sauðfé í öðrum löndum, nefnilega C. curticei, en hef- ur ekki fundizt hér, svo að mér sé kunnugt. Aðrir ormar þekktir í nautgripum hér á landi eru: 0. ostertagi, O. circumcincta, O. lyrata og T. axei. Ymsir ormar, sem eru algengir í nautgripum erlendis, hafa ekki enn fundizt hér á landi, t. d. lungnaormar (D. vivipai-us), bitormar (B. phlebotomum, þekktir að því að valda sjúkdómum t. d. í Þýzkalandi), ösophagostomum (t. d. ö. radiatum, sem gerir garnir ónothæfar í bjúgnagerð), Nematodirus helvetianus, Hæmonchus (contortus eða placei — en ekki er fylli- lega vitað, hvort það er sami ormurinn, sem er í fé). Þess ber þó að geta, að lítið hefur verið gert að ormarann- sóknum á nautgripum hér á landi. Við Agnar Ingólfsson unnum árið 1962 að ormaathugunum í líffærum úr um 170 nautgripum víðs vegar að af Suðurlandi. Leitað var aðallega í lungum. vinst- ur og fremst í mjógörn, og gerði Agnar rækilega greiningu á ormum í vinstur og mjógörn. Athuganir þessar hafa ekki verið birtar, en þær benda eindregið til þess, að ýmsir ormar, sem al-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.