Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1968, Page 56

Læknablaðið - 01.02.1968, Page 56
26 LÆKNABLAÐIÐ 2. tafla nokkun á 83þús. ormum úr vinstur og mjógörn úrlOdi/kum frá Hestisiátr.2.okt.65. Ormoheiti fannst a/ts i i /ömbum at/OO Ormatatan. at/s \afiOO Ormata atts /o íþúseœttkv. aftÖO O.circumcincta 7 70\ \3ooo 4% 4 5Vo Otrifurcota 3 30- 8oo /- Taxei 5 50- Hoo /- 7 8°/o Tcapricoia 7 70- 54oo 7- T vitrinus / /O- 3oo N. fi/ico/iis 8 80- 679oo 82 72 87 °/. N.spathiqer 3 30- 44oo 5 B. triaonoceDhat- 8 80- 22 um. mjög viðkvæmar fyrir frosti. Flest egg þeirra eru dauð við 5°C frost, og þau geta drepizt á 2 klst. í 12°C frosti. Egg og lirfur bit- ormsins þola því ekki þurrk og kulda nema í fáa daga. Mótefnamyndun og ormajafnvægi Ormarnir valda mótefnamyndun í blóði dýrsins, sem þeir lifa í, á svipaðan hátt og sýklar og veirur (immunologisk re- action). Það er álitið, að mótefni myndist fyrir áhrif frá lirf- unum, einkum meðan þær eru í slímhúð eða öðrum vefjum dýrs- ins, en að fullþroskaðir ormar orsaki ekki mótefnamyndun. Talið er, að lömb geti farið að vinna sér mótefni um fjögurra mánaða gömul, en að mótstaða þeirra aukist smám saman, þar til þau eru um eins árs, en þá eru þau talin hafa náð fyllstu mót- stöðuhæfni. Meginskilyrði þess, að mótefni geti myndazt í fénu, eru auk aldurs og upptöku ormalirfa, að kindin hafi góða næringu og fóðrist vel. Hin áunna mótstaða hjá fullorðna fénu er tímabund- in og helzt ekki örugglega, nema eitthvað berist stöðugt að af lirfum í kindina og þrif hennar versni ekki. Mótstaðan minnkar auðveldlega og getur jafnvel horfið, ef fóðrið verður lélegt. Á sama hátt verka sjúkdómar. 1 lambám minnkar mótstaðan vegna álagsins af mjólkurframleiðslunni. Mest ormahætta er fyrir lömb-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.