Læknablaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ
195
hinum, sem hafa fyrstu samfarir sínar ekki fyrr en um eða eftir
tvítugsaldur.
2. mynd sýnir sambandið milli heildartíðni leghálskrabha-
meins og giftingaraldurs (eftir Christophersson, W. M. og
Parker, J. E., New England).
Samkvæmt athugun, sem Röjel gerði árið 1953, fann hann
fjórum sinnum hærri tíðni leghálskrabbameins meðal vændis-
kvenna í Kaupmannahöfn en hjá samanburðarhópi.
5. Kynferðisþrif og umskurn
Gyðingakonur hafa óvenjulága tíðni leghálskrabbameins. 1
Israel er hún lægst í veröldinni eða aðeins 2.2 af 100 þúsund
konum. Menn liafa lengi velt vöngum yfir því, hvernig á þessu
stendur.
Eins og kunnugt er, eru sveinbörn Gyðinga umskorin á átt-
unda degi samkvæmt fyrirmælum Mósebókar. 1 fyrstu beindist
athygli manna aðallega að umskurninni sem vörn í þessu sam-
bandi. Það, sem einkum renndi stoðum undir ágæti umskurn-
arinnar, var grein eftir Hartley frá 1936. Hann hafði fundið tíu
sinnum hærri tíðni leghálskrahhameins lijá indverskum innflytj-
endum á Fije-eyjum en frumbyggjum sömu eyjar. En frúm-
byggjendurnir voru vfirleitt umskornir, en innflytjendurnir ekki.
Lancaster rannsakaði sömu íbúa 25 árum síðar, og reyndist þá
tíðni leghálskrabbameins hjá þessum tveimur þjóðarbrotum 1 : 2.
Auk áðurnefndra ákvæða um umskurnina, hafa Gyðingar
ýmsa sérstöðu í siðum og lifnaðarháttum. 1 þriðju Mósebók er
að finna athvglisverð ákvæði um samskipli karls og konu. Þar
segir meðal annars, að konan skuli skoðast óhrein, meðan á blæð-
ingum stendur og viku á eftir. Sömuleiðis í 33 daga eftir fæð-
ingu, og mega samfarir ekki eiga sér stað á þessum tíma. Bæði
karl og kona skulu baða fyrir samfarir. Verði manni sáðfall,
skal hann haða og skoðast óhreinn til kvelds þann dag. Gyðingar
virðast þannig hafa haft fullkomnari ákvæði um kynferðisþrif
(sexual hygiene) en þekkzt hefur meðal annarra þjóða. Það er
athyglisvert, að samfarir skuli einmitt hafa verið hannaðar á þcim
hluta „cyklusins“, þegar oestrogen-áhrifin eru minnst og þekjari
i leggöngum og á leghálsinum lægst og viðkvæmust.
Útlit leghálskrabbameins
Flest tilfelli af leghálskrabbameini eiga upptök sín á mótum
flögu- og stuðlaþekjunnar á portio —- og oftast frá flöguþekju-