Læknablaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ
203
A 7. mynd sést árangur meðferðar á umræddu tímabili hér
á landi og það annars vegar borið saman við meðaltalsárangur
þeirra, sem hafa tilkynnt til hinnar árlegu krahbameinsskrán-
ingar, og að hinu leytiuu hinn hezta árangur, sem tilkynntur
hefur verið, ]). e. a. s. frá Houston í Bandaríkjunum. 1 Lundi
í Svíþjóð hefur náðst nokkurn veginn jafngóður árangur.
Þegar litið er á 70%, 5 ára lækningu fyrir I. stig, og það
borið saman við 76% meðalárangur i ársskýrslu krahbameins-
skráninganna, gæti virzt sem við mættum vel við una. En þessar
tölur annars staðar frá eru undantekningarlítið miðaðar við, að
sjúklingurinn sé lifandi og án einkenna um endursýkingu.
Hér á landi hefur ekki verið komið á skipulögðu eftirliti
mcð þessum sjúklingum, þegar undan er skilin fyrsta skoðun að
aflokinni meðferð. Þá vantar í flestum tilvikum upplýsingar um
afdrif þessara sjúklinga. Okkar tölur eru þess vegna hreinar
dánartölur og ekki að öllu leyti sambærilegar við árangur ann-
arra þjóða.
Þar sem flestir af hininn endursýktu sjúklingum deyja af
völdum sjúkdómsins, hefur þetta ekki svo stórvægileg áhrif á
lokaniðurstöðuna. Árangur okkar verður þó sérstaklega áber-
andi lélegur, þegar sjúkdómurinn er kominn á nokkuð hátt stig.
Þannig er engin kona lifandi á IV. stigi í lok þessa athugana-
tímahils. Séu tölur Landspítalans bornar saman við árangur
þeirra, sem bezt eru á vegi staddir í þessum efnum, kemur í
Ijós, að við erum með 20—25% lakari niðurstöðu, þegar miðað
er við heildarniðurstöðu af öllum stigum.
Til þess að fá yfirsýn yfir ástandið í heild á öllu landinu, er
ekki nóg að athuga afdrif þeirra, sem lagðir hafa verið inn á
Landspítalann. Á áðurumræddu tíu ára tímabili hlutu 31 sjúkl-
ingur læknismeðferð annars staðar, eða voru fyrst greindir við
krufningu.
Línuritið á 8. mvnd sýnir árangur við læknismeðferð þeirra,
sem eru lifandi í árslok 1966. Þar með eru talin 12 tilfelli af
ekki sérgreindum legkrabba (cancer uteri unspecified), sem sam-
kvæmt ákvæðum um klíniskt mat eiga að vera með legháls-
krahhameini í slíku uppgjöri. Þetta eru að vísu bráðabirgðatölur,
sem eiga eftir að breytast, þó að öllum líkindum til hins verra,
þar sem aðeins er tveggja ára athugunartími á síðasta árinu. Af
þessu virðist mega draga þá ályktun, að á áðurnefndu tímahili
hafi bjargazt ein af hverjum tveimur konum, sem verið hafa
með leghálskrahhamein hér á landi, en miðað við árangur þeirra,