Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 73

Læknablaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 73
LÆKNABLAÐIÐ 229 breytingar, sem eiga sér látlaust stað, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Reglugerðir eru þau stjórntæki, sem gegna þessu hlutverki. Þær þurfa að eiga sér stoð í lögum, en eru að öðru leyti verkfæri í höndum ráðherra, sem getur látið breyta þeim eítir þörfum. Þessar breytingar mega þó ekki fara út fyrir þann ramma, sem markaður er með lögun- um, sem reglugerðin er reist á. Því meira svigrúm sem lögin veita, þeim mun lengra geta slíkar breytingar gengið án þess, að samráð sé haft við löggjafa. Framkvæmdavaldið getur því verið þeim mun sterk- ara sem löggjöf er rýmri. Gildandi Með lögum um lækningaleyfi, réttindi og skyldur reglur um lækna o. fl. nr. 47 frá 1932 var læknadeild Háskól- læknakennslu ans falið að setja reglur um nám verðandi lækna og og sérfræðinga. Læknadeild ber þannig mesta ábyrgð á lækningaleyfi því, hvernig reglugerð um veitingu sérfræðileyfa er háttað, og verður ekki sáð, að hún geti losnað undan þeirri kvöð nema með leyfi Alþingis. Þessi lög voru sett á valdatímum Jónasar frá Hriflu og eru orðin 36 ára gömul. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á þeim, en engar stórvægilegar. Þótt ekkert ltæmi annað til en aldur þeirra, er ærin ástæða fyrir læknasamtökin að beita s!ér fyrir því, að þau verði endurskoðuð. Eru læknar hér með hvattir til að kynna sér þessi lög, sem marka þeim bás í þjóðfélaginu. Hér verða þau ekki rædd nema að því leyti, sem varðar læknanám og lækninga- leyfi. Önnur grein laganna hefst á þessa leið: „Þeir eiga rétt á ótakmörkuðu lækningaleyfi og að heita læknar. er lokið hafa prófi við Háskóla íslands og framhaldsnámi í sjúkrahúsi í fæðingarhjálp og öðru, eftir reglum, er læknadeild háskólans setur og ráðherra staðfestir." Upphaf þriðju greinar er þannig: „Ráðherra getur veitt mönnum, er eigi hafa tekið próf það eða lokið því námi, er um getur í 2. gr„ ótakmarkað lækningaleyfi og þar með rétt til að kalla sig lækna, ef þeir hafa sannað fyrir læknadeild háskólans, að þeir hafi næga kunnáttu og læknadeildin og landlæknir mæla með leyfisveitingunni.“ Fimmta grein laganna hljóðar svo: „Enginn læknir má kalla sig sérfræðing nema hann hafi fengið til þess leyfi ráðherra. Lœknadeild háskólans setur reglur um nám sérfrœðinga, er ráð- herra staðfestir1), og getur enginn fengið leyfi til að kalla sig sérfræðing nema hann sanni fyrir læknadeildinni, að hann hafi lokið slíku námi. Læknir á rétt á leyfi til að kalla sig sérfræðing, ef hann sannar fyrir læknadeild háskólans, að hann hafi lokið tilskildu sérfræðinámi og landlæknir mælir með leyfisveitingunni.“ Samkvæmt þesu ákvæði hefur læknadeild Háskólans sett reglur um veitingu lækninga- og sérfræðileyfa, og er gildandi reglugerð orðin sjö ára, sem er býsna hár aldur á tölvuöld. 1) Leturbreyting hér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.