Læknablaðið - 01.10.1968, Side 37
LÆKNABLAÐIÐ
201
krabbameinsskráningin og sjúkraskýrslur Landspítalans. Frá því
radíummeðferð var fyrst hafin hérlendis hefur lítil breyting orðið
á meðferðinni.
UTERIN-
TL “
rUBA
VAGINAL-
KAS5AR
28mg.
28mg.
123 456
I • » *V» éT
5,6. .5.6 5~6 56
2Amg. 2L8mg.
(^EISLASKAMMTUR
A B
u.f.b 1670 r 400 r - 207o
í 3 x 24 klst.
501 Or 1200 r
i£cmdó4pttala**
5. mynd
Finnnta mynd sýnir í aðaldráttum núverandi „applicatora“ og
þá geislun, sem fæst í grindinni á punkta A og B (Guðmundur
Jónsson eðlisfræðingur).
Með þessum skammti verður geislunin á punkt A 5010
röntgen, en á punkt B 1200 röntgen. Meðalskammtur samkvæmt
Stokkhólmsmeðferðinni verður á samsvarandi punkta 6000
röntgen og 1250 röntgen, eða mjög svipað og hér, aðeins tæp-
um 1000 röntgen lægri skammtur mitt í grindinni. Við legháls-
krabbamein er hér, eins og kunnugt er, með radíummeðferðinni
gefin ytri geislun með röntgen. Skammturinn hefur verið nokkuð
stöðugur. Fyrri hluta áðurnefnds tíu ára tímabils voru yfirleitt
gefin samtals 6000 rad. og síðari hluta sama tímabils 8000, á tvo
reiti að framan og aftan.
Arangur meðferðar hér á landi.
Af þeim 142 sjúklingum með leghálskrabbamein, sem á áður-
nefndu tiu ára tímabili hafa verið skráðir á öllu landinu, voru
68, eða tæpur helmingur, meðhöndlaðir á fæðingardeild Land-
spítalans, 4,‘5, eða tæpur þriðjungnr, á handlækningadeild Laiid-