Læknablaðið - 01.10.1968, Qupperneq 38
202
LÆKNABLAÐIÐ
spítalans og 31, eða næstum fjórði liluti, annars staðar, og þar
á meðal voru nokkur tilfelli, sem voru ekki greind fyrr en við
krufningu. Af þeim 111 sjúklingum, sem á umræddu tímabili
voru lagðir inn á Landspítalann, hefur mér tekizt að fá stiga-
skiptingu á 85.
CANCER CERVICIS UTERI — STIGASKIPTING
STADIUM
Ár I II III IV
LANDSPÍTALINN 1955—64 35% 36,5% 16,5% 12% (85)
Annual Report 1953—57 24,6% 37,8% 31,8% 5,8%
FÆÐIN GARDEILD 1966—67 56,5% 24% 15,2% 4,3% (46)
Umeá 1963—65 42,4% 40,7% 10,2% 6,8,%
6. mynd
Sjötta mynd sýnir stigaskiptinguna 1955—1964 og 1966 og
1967 og til samanburðar stigaskiptinguna, eins og hún er í Annual
Hejiort. Stigaskipting á leghálskrabbameini verður vitanlega allt-
af dálítið ónákvæm, og í okkar tilvikum þeim mun óáreiðanlegri,
þar sem hér er um að ræða persónulegt mat, ekki eins eða tveggja,
heldur margra manna. Athyglisvert er þó, að á fvrsta stigi fæst
á áðurnefndu tímabili 35%, en það er nokkurn veginn sama og
Ólafur Bjarnason próf. tilfærir í sinni rannsókn á árunum
1946—1955 (32.5%).
CANCER CERVICIS UTERI — ÁRANGUR MEÐFERÐAR
Fimm ára lækning Landsp. 55—64 Annual Report 53—57 Houston 53—57
Fjöldi sjúklinga 85(111) 61776 789
Stadium I 70% 74,9% 92,7%
Stadium II 39% 53% 76,1%
Stadium III 14,4% 30,2% 46,1%
Stadium IV 0 8,1% 22,2%
Summa 39% 48,5% 63,2%
7. mynd