Læknablaðið - 01.10.1968, Page 41
LÆKNABLAÐIÐ
205
C A N C E R C
TÍBNI
E R V 1 C I S
1946-1966
X ISLAKDI
1965, er án efa vegna starfsemi leitarstöðvarinnar. Samkvæml
niðurstöðum hópskoðana virðist sem fyrir hendi séu tíu sinnum
fleiri tilfelli en þau, sem annars koma fram árlega. En í þessu
efni skortir það á, hvað okkur viðvíkur, að leitarstöð Krahba-
meinsfélags Islands hefur nær eingöngu bundið sig við Reykja-
vík og nágrenni. Eingöngu hafa verið kvaddar til rannsóknar
konur á aldrinum 35—60 ára, en samkvæmt athugunum, sem ég
hef gert með aldursskiptingu þessa tíu ára tímabils, voru 43
konur af 142, eða nær þriðjungur, yfir sextugt. Með því að færa
aldurstakmarkið upp í 70 ár hefðum við möguleika á að fá með
verulegan fjölda þessara 29 krabbameinstilfella til viðbótar. Hjá
krabbameinsfélögunum er góður vilji fyrir hendi að auka starf-
semina, svo að unnt verði að ná til sem flestra landsmanna. Er
þegar tekin til starfa leitarstöð í Skagafirði.
Á síðastliðnu sumri var gerð hópskoðun í Vestmannaeyjum,
og ráðgert er að hefja hópskoðun í Þingeyjarsýslum og á
Akureyri.
Þá kem ég að öðru mikilvægasta atriðinu í þessu sambandi,