Læknablaðið - 01.10.1968, Page 42
206
LÆKNABLAÐIÐ
en það er meðferðin. Það hefur vitanlega mjög takmarkaða þýð-
ingu að uppgötva krabbamein, nema fyrir hendi sé sæmilega góð
von um að lækna þessa sjúklinga. Eins og ég gat um áður, fæst
með þeim radíumskammti, sem hér er notaður, svipuð geislun
í grindinni og af meðalskammti af 'Stokkhólmsmeðferðinni. Þar
sem við höfum aðeins yfir að ráða 160 mg af radíum, hefur ekki
verið hér aðstaða til verulegrar breytingar á meðferð, og aðeins
unnt að meðhöndla einn sjúkling í senn. Fyrir rúmu ári var að
tilstuðlan Péturs H. J. Jakobssonar ])rófessors og forráðamanna
röntgendeildar Landspítalans liafizt handa um kaup á viðhótar-
radium. Þetta radíum er nú komið, og standa vonir til, að hægt
verði að taka það í notkun í haust. Með því skapast möguleiki til
þess, að við getum notað nákvæmlega sömu radíummeðferð og
hezt hefur reynzt annars staðar.
Eins og áður getur, liefur hávoltsgeislun mikla yfirhurði,
einkum þegar um er að ræða djúpstæð æxli. Sem ytri geislun
er nú orðið, alls staðar þar sem ég þekki til á Norðurlöndum,
eingöngu notuð hávoltsgeislun við meðferð á leghálskrabbameini
og illkynja æxlum í eggjastokkum. Til þess að við getum leyft
okkur að meðhöndla illkynja sjúkdóma, eins og leghálskrahba-
mein, hér á landi, verður meðferð okkar að vera samhærileg
við hið bezta, sem völ er á erlendis. Til j)ess að J)að sé kleift,
verður að koma hér upp aðstöðu til hávoltsgeislunar. Þar sem
ekki er einungis fyrir hendi hoð um að gefa Landspítalanum slikt
tæki, heldur einnig að byggja hús yfir það, er okkur, sem að
þessum málum vinna, óskiljanlegt, að j)að skuli dragast, ekki
mánuðum, heldur árum saman, að hrinda j)essu l)arfa máli í
framkvæmd.
Varðandi j)riðja atriðið, sem minnzt var á, ]). e. um nauðsyn
á hetra eftirliti j)essara sjúklinga eftir meðferð, verður J)að
aldrei fullnægjandi, nema meðferðin og eftirlitið verði „centralis-
erað“. En j)á er e. t. v. komið að slærsta vandamálinu í ])essu
sambandi. Eigi fæðingardeild Landspítalans, sem er eina sérdeild
fyrir kvensjúkdóma hér á landi, að sjá um meðferð þessara
sjúklinga, þá er hún algjörlega ófullnægjandi, bæði um stærð
og allan aðbúnað. Starfsemi Leitarstöðvar-B liefur þegar haft
í för með sér mikla þörf fyrir aukinn fjölda rúma í samhandi
við kvensjúkdóma, þörf, sem fæðingardeildin er langt frá því
fær um að fullnægja eins og er.
Ég hef hér á undan reynt í stórum dráttum að gefa yfirlit
yfir árangur meðferðar á leghálskrabhameini hérlendis. Þetta