Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1968, Síða 72

Læknablaðið - 01.10.1968, Síða 72
228 LÆKNABLAÐIÐ Helgi Þ. Valdimarsson: FRAMHALDSNÁM LÆKNA Það er sjálfsögð skylda lækna að bæta líðan sjúklinga og komast fyrir mein þeirra, ef þess er kostur. Hitt er ekki síður í verkahring þeirra að skipuleggja starfsemina eins vel og unnt er, svo að hún verði markvís og hagkvæm. Einnig þurfa þeir að beita áhrifum sínum til þess, að þannig sé um hnútana búið, að framfarir í læknisfræði komi sem fyrst að notum. Til þessa hafa læknar orðið að grípa til margvíslegra þvingana til að koma áhugamálum sínum í höfn. Þótt þannig hafi fundizt vopn, sem bíta, má ekki gleyma því, að önnur leið er til, sem sómir læknum betur. Stjórnmálamenn eru næmir fyrir atkvæðum, og því er hægt að knýja þá til jákvæðra athafna með því að hafa áhrif á almennings- álitið. Lœknar verða þess vegna að hefja málefnalegar rökrœður um ágreiningsmál, marka ákveðna stefnu og fylgja henni eftir með félags- legum aðgerðum. Á þann eina hátt geta þeir rækt þá lýðræðislegu skyldu, sem sérfræðileg þekking leggur þeim á herðar. Lýðræðislegir stjórnarhættir standa og falla með þeirri fræðslu, sem almenningur nýtur. Hlutverk lækna í þeirri fræðslustarfsemi er augljóst. Þeir þurfa að gefa skýrt til kynna, hvaða aðstæður þurfa að vera fyrir hendi hverju sinni, til þess að heilbrigðisþjónustan verði sem hagkvæmust og bezt. Þeir einir búa yfir vitneskju, sem er nauðsynleg til þess, að unnt sé að marka skynsamlega heildarstefnu á þessu sviði. Hins vegar eru viðhorf þeirra sérfræðileg, en stjórnmálamenn meta, hvort og að hve miklu leyti þau samræmast vilja þjóðarinnar, getu og heildar- hagsmuna á hverjum tíma. Lög og Sagt er, að stöðnun geti leitt til þess, að byltingarsinnuð reglugerðir öfl losni úr læðingi, líkt og þegar fijót brýtur stíflu, sem stöðvar hringrás vatnsins. Þeir, sem þessu trúa, hljóta að vinna gegn stöðnun. Stöðugar framfarir eru örugglega traustasta vörnin gegn byltingum og meiri háttar sviptingum í þjóðlífinu. And- byltingarmenn ættu því að vera framfarasinnaðir. Málfrelsi og réttur minnihlutans eru þau fjöregg lýðræðislegrar skipunar, sem við megum sízt glata. Löggjafinn getur að sönnu orðið býsna svifaseinn, þegar málþóf er þreytt í skjóli lýðræðis. Þó telja margir slíka tregðu ekki einungis æskilega, heldur beinlínis forsendu þess, að stjórnarkerfið hafi nægilega festu á umbrotatímum. Forskrift löggjafans má samt ekki vera of ítarleg, svo að óvæntir atburðir geti heft eðlilegan framgang. Lagasmiðir verða seint svo framsýnir, að formúlur þeirra geti haft jákvæð áhrif um langan aldur. Lög eiga þannig að vera nokkuð þung í vöfum til þess, að unnt sé að viðhalda hæfilegri reglu í umhverfi, sem stöðugt er að breytast. Á hinn bóginn er nauðsynlegt að hafa einnig tiltækar liprar og nákvæm- ar aðferðir, sem gera okkur kleift að hafa jákvæð áhrif á þær altæku
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.